Nágrannaþjóðir upplýstar en við vöðum í blindni

Skólakerfið í vanda | 20. desember 2024

Nágrannaþjóðir upplýstar en við vöðum í blindni

Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland fengu í byrjun mánaðar nýjar upplýsingar um námsárangur nemenda sinna í stærðfræði og náttúruvísindum, þegar niðurstöður TIMSS-rannsóknarinnar frá síðasta ári voru kunngjörðar.

Nágrannaþjóðir upplýstar en við vöðum í blindni

Skólakerfið í vanda | 20. desember 2024

Ísland fékk síðast niðurstöður úr alþjóðlegri menntarannsókn í desember á …
Ísland fékk síðast niðurstöður úr alþjóðlegri menntarannsókn í desember á síðasta ári. mbl.is/Karítas

Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland fengu í byrjun mánaðar nýjar upplýsingar um námsárangur nemenda sinna í stærðfræði og náttúruvísindum, þegar niðurstöður TIMSS-rannsóknarinnar frá síðasta ári voru kunngjörðar.

Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland fengu í byrjun mánaðar nýjar upplýsingar um námsárangur nemenda sinna í stærðfræði og náttúruvísindum, þegar niðurstöður TIMSS-rannsóknarinnar frá síðasta ári voru kunngjörðar.

TIMSS-rannsóknin (e. Trends in International Mathematics and Science Study), hefur verið gerð á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Á þeim tíma var hún viðamesta samanburðarrannsókn sem gerð hafði verið á menntakerfum heimsins. 

Árið 1995 var einnig fyrsta og jafnframt síðasta sinn sem Ísland tók þátt í TIMSS-rannsókninni. 

Skerum við okkur þar með úr hópi Norðurlandanna en nágrannar okkar í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi hafa tekið þátt í rannsókninni allar götur síðan. Fjallað var um niðurstöður landanna í öllum ríkismiðlum þeirra í byrjun desember.

Næsta PISA-könnun í vor

Ár er liðið frá því að niðurstöður PISA-könnunar ársins 2022 voru kunngjörðar.

Næsta PISA-könnun verður lögð fyrir í vor og verður áhersla þar lögð á náttúruvísindi. Gert er ráð fyrir að niðurstöður hennar verði gerðar ljósar árið 2026 og jafnvel þá um haustið, eða eftir tvö ár.

Munu því hugsanlega þrjú ár líða á milli þess sem við fáum upplýsingar um stöðu íslenska menntakerfisins í samanburði við önnur menntakerfi á heimsvísu.

Eins og mbl.is hefur einnig ítarlega fjallað um þá hefur heldur ekkert samræmt námsmat verið gert í grunnskólum landsins frá árinu 2021, eftir að stafræn fyrirlögn samræmdu könnunarprófanna misfórst og þau lögð af í kjölfarið.

Engin umræða um hvort nemendur séu undirbúnir

Meyvant Þórólfsson, pró­fess­or emer­it­us við Há­skóla Íslands og sér­fræðing­ur í mats- og nám­skrár­fræðum, kveðst ekki hafa orðið var við neina umræðu innan skólakerfisins um hvort nemendur séu búnir undir næstu PISA-könnun.

Þeir sérfræðingar sem Morgunblaðið hefur rætt við eru á sama tíma sammála um að næstu niðurstöður muni að öllum líkindum sýna enn verri frammistöðu en raunin varð á PISA-könnun ársins 2022.

Ekkert land féll þá meira á milli kannana en Ísland.

Í september kynnti Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra óljós drög að aðgerðaáætlun á menntaþingi. 

Fullmótuð áætlun hefur enn ekki litið dagsins ljós. Ásmundur Einar hlaut ekki kjör til áframhaldandi setu á Alþingi.

mbl.is