Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og skipan ráðherra verður kynnt á blaðamannafundi klukkan 13 í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun.
Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og skipan ráðherra verður kynnt á blaðamannafundi klukkan 13 í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun.
Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og skipan ráðherra verður kynnt á blaðamannafundi klukkan 13 í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstoðarmanni Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar.
Þar segir einnig að gert sé ráð fyrir lyklaskiptum á sunnudaginn.
Ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun. Klukkan 15 hefst fundur fráfarandi starfsstjórnar.
Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar hefst klukkan 16.30.
Þingflokkar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins funda í fyrramálið fyrir blaðamannafundinn vegna nýs stjórnarsáttmála flokkanna.
Kristrún Frostadóttir, sem leitt hefur stjórnarmyndunarviðræðurnar, verður forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur verið orðuð við fjármálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur verið orðuð við félagsmálaráðuneytið.