Ók á hóp fólks á jólamarkaði: Einn látinn

Ók á hóp fólks á jólamarkaði: Einn látinn

Maður ók bíl á hóp fólks á jólamarkaði í borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í dag. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að einn sé látinn hið minnsta. Lögregla hefur þó ekki staðfest það.

Ók á hóp fólks á jólamarkaði: Einn látinn

Árás á jólamarkað í Magdeburg | 20. desember 2024

Sjúkrabíll á vettvangi í Magdeburg.
Sjúkrabíll á vettvangi í Magdeburg. AFP/Doerthe Hein

Maður ók bíl á hóp fólks á jóla­markaði í borg­inni Mag­deburg í aust­ur­hluta Þýska­lands í dag. Breska rík­is­út­varpið, BBC, grein­ir frá því að einn sé lát­inn hið minnsta. Lög­regla hef­ur þó ekki staðfest það.

Maður ók bíl á hóp fólks á jóla­markaði í borg­inni Mag­deburg í aust­ur­hluta Þýska­lands í dag. Breska rík­is­út­varpið, BBC, grein­ir frá því að einn sé lát­inn hið minnsta. Lög­regla hef­ur þó ekki staðfest það.

Talið er að um árás sé að ræða.

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ir eru slasaðir, en er­lend­um fjöl­miðlum grein­ir á um tölu þeirra. Í mynd­bönd­um á sam­fé­lags­miðlum sést fjöldi fólks liggja á jörðinni.

Frétta­veit­an AFP grein­ir frá því að á bil­inu 60-80 manns hafi slasast. 

Lög­regla er með mik­inn viðbúnað á staðnum.

Ökumaður bíls­ins er sagður hafa verið hand­tek­inn. Lög­regla hef­ur ekki staðfest það við frétta­menn.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

Mikill viðbúnaður er á staðnum.
Mik­ill viðbúnaður er á staðnum. AFPAFP/​Doert­he Hein
mbl.is