Maður ók bíl á hóp fólks á jólamarkaði í borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í dag. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að einn sé látinn hið minnsta. Lögregla hefur þó ekki staðfest það.
Maður ók bíl á hóp fólks á jólamarkaði í borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í dag. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að einn sé látinn hið minnsta. Lögregla hefur þó ekki staðfest það.
Maður ók bíl á hóp fólks á jólamarkaði í borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í dag. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að einn sé látinn hið minnsta. Lögregla hefur þó ekki staðfest það.
Talið er að um árás sé að ræða.
Ekki liggur fyrir hversu margir eru slasaðir, en erlendum fjölmiðlum greinir á um tölu þeirra. Í myndböndum á samfélagsmiðlum sést fjöldi fólks liggja á jörðinni.
Fréttaveitan AFP greinir frá því að á bilinu 60-80 manns hafi slasast.
Lögregla er með mikinn viðbúnað á staðnum.
Ökumaður bílsins er sagður hafa verið handtekinn. Lögregla hefur ekki staðfest það við fréttamenn.
Fréttin hefur verið uppfærð.