Ágreiningur um „tekjuöflun ríkissjóðs“

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

Ágreiningur um „tekjuöflun ríkissjóðs“

„Þessi dagur hefur verið góður. Hann hefur verið dálítið sérstakur, tilfinningaríkur, kærleiksríkur og það er gott að finna þessi upphafsskref okkar stelpnanna í því hvernig við ætlum að vinna saman,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. 

Ágreiningur um „tekjuöflun ríkissjóðs“

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

Þorgerður Katrín á blaðamannafundi í Hafnarfirði í dag.
Þorgerður Katrín á blaðamannafundi í Hafnarfirði í dag. mbl.is/Eyþór

„Þessi dagur hefur verið góður. Hann hefur verið dálítið sérstakur, tilfinningaríkur, kærleiksríkur og það er gott að finna þessi upphafsskref okkar stelpnanna í því hvernig við ætlum að vinna saman,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. 

„Þessi dagur hefur verið góður. Hann hefur verið dálítið sérstakur, tilfinningaríkur, kærleiksríkur og það er gott að finna þessi upphafsskref okkar stelpnanna í því hvernig við ætlum að vinna saman,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. 

Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var kynntur á blaðamannafundi í dag. 

„Með ákveðna ólíka sýn“

Þorgerður Katrín segir síðastliðnar þrjár vikur í viðræðum við Samfylkingu og Flokk fólksins hafa verið áhugaverðar og góðar. Samtölin hafi verið hreinskiptin, lausnamiðuð, einlæg og heiðarleg. „Það er mikið í húfi að við mótum hérna streka og samhenda ríkisstjórn,“ segir hún. 

Þorgerður Katrín segir mikið hafa verið rætt um efnahagsmál, atvinnulíf, velferð og stöðu fátæks fólks, aldraðra og öryrkja.

Frá blaðamannafundinum í Hafnarfirði í dag.
Frá blaðamannafundinum í Hafnarfirði í dag. mbl.is/Eyþór

Spurð hvaða mál hafi verið erfitt að leysa segir Þorgerður Katrín: 

„Kannski ekki erfitt en við þurftum að fara mjög vel í gegnum efnahagsmálin. Við erum með ákveðna ólíka sýn þegar kemur að tekjuöflun og fleira hjá ríkissjóði.“

Að sögn Þorgerðar Katrínar voru formennirnir þrír allir mjög einbeittir að því að fara í hagræðingaaðgerðir. Sem dæmi nefnir hún að farið verið í sameiningu stofnana og sparnað í opinberum innkaupum.

„Þetta er niðurstaðan“

Ráðuneytum verður fækkað úr tólf í ellefu. Að sögn Þorgerðar Katrínar mun það spara ríkissjóði um 400 milljónir á ári. Spurð hvort hún hafi viljað fækka ráðuneytum enn frekar segir hún: 

„Þetta er niðurstaðan. Ég er bara mjög sátt við hana. Við vorum ekki að kollvarpa öllu. Þetta er hluti af stærri mynd sem við náðum niðurstöðu um.“

mbl.is