Sigurður Ingi Jóhannsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, segir margt vanta í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar miðað við þau kosningaloforð sem voru gefin í kosningabaráttunni.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, segir margt vanta í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar miðað við þau kosningaloforð sem voru gefin í kosningabaráttunni.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, segir margt vanta í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar miðað við þau kosningaloforð sem voru gefin í kosningabaráttunni.
„Það átti að laga ýmislegt. Mér sýnist að það eigi fyrst og fremst að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við höfum verið að gera. Það eru þarna boðuð allnokkur útgjöld en engar tekjur. Að leggja niður eitt ráðuneyti sparar nokkur hundruð milljónir en ýmis útgjöld þarna kosta nokkra milljarða þannig ég á eftir að sjá hvernig þau gera þetta,“ segir Sigurður.
Hann ræddi við fjölmiðla að loknum síðasta ríkisráðsfundar fráfarandi ríkisstjórnar.
Sigurður kvaðst ekki vilja vera með neinar stórar yfirlýsingar um nýja ríkisstjórn en sagði áhugavert að sjá hvað stæði ekki í stjórnarsáttmálanum, miðað við hverju var lofað í aðdraganda kosninga.
Hann segir að í baksýnisspegli sagnfræðinnar verði litið á síðasta áratug sem eitt mesta hagvaxtarskeið í sögu lýðveldisins þrátt fyrir að hafa þurft að takast á við náttúruhamfarir, stríð í Evrópu og heimsfaraldur.
„Ísland framtíðarinnar næsta ár er frábært, svo fremi að menn taki ekki rangar ákvarðanir,“ segir hann og óskar nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum.