Gullfallegt hátíðarborð hjá nöfnunum Önnu og Önnu

Jólahátíðarborðið | 21. desember 2024

Gullfallegt hátíðarborð hjá nöfnunum Önnu og Önnu

Nöfnurnar og fagurkerarnir Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir sem halda úti síðunni Skreytum borð á Instagram töfruðu fram gullfallegt hátíðarborð á dögunum og deildu með fylgjendum sínum.

Gullfallegt hátíðarborð hjá nöfnunum Önnu og Önnu

Jólahátíðarborðið | 21. desember 2024

Gullfallegt þema hjá stöllunum, Önnu Lísu Rasmussen og Önnu Berglind …
Gullfallegt þema hjá stöllunum, Önnu Lísu Rasmussen og Önnu Berglind Júlísdóttur. Gyllti liturinn er í forgrunni í bland við hvíta litinn og englar og gulllitaður krans eru rauði þráðurinn. Samsett mynd

Nöfnurnar og fagurkerarnir Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir sem halda úti síðunni Skreytum borð á Instagram töfruðu fram gullfallegt hátíðarborð á dögunum og deildu með fylgjendum sínum.

Nöfnurnar og fagurkerarnir Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir sem halda úti síðunni Skreytum borð á Instagram töfruðu fram gullfallegt hátíðarborð á dögunum og deildu með fylgjendum sínum.

Þær eru listrænar með eindæmum þegar kemur að því að leggja á borð og gefa okkur hinum innblástur fyrir borðhaldið. Íslensk hönnun skipar stóran sess þegar hátíðarborðið er skreytt og listakonan og hönnuðurinn Hekla Björk Guðmundsdóttir er í miklu uppáhaldi hjá þeim stöllum. Hekla fær innblástur sinn úr íslensku sveitinni og náttúrunni sem birtist sterkt í allri hönnun hennar og á vel við á hátíðarstundum.

„Við höfum báðar mikinn áhuga á hvers konar hönnun og stíliseringu og langar okkur til að deila okkar hugmyndum með sem flestum með von um að einhverjir geti nýtt sér þær. Instagramsíðan okkar er nokkuð fjölbreytt en við tökum búðarrölt reglulega og sýnum frá því þegar við erum að skoða það sem okkar uppáhaldsverslanir hafa upp á að bjóða, einnig föndrum við oft og breytum jafnvel hlutum sem við kaupum á nytjamörkuðum. En fyrst og fremst erum við að sýna frá því þegar við erum að leggja á borð fyrir hin ýmsu tækifæri,“ segir Anna Berglind Júlísdóttir með bros á vör.

Matarstellið er hvít með gylltum röndum og glösin eru með …
Matarstellið er hvít með gylltum röndum og glösin eru með gyllingu. Þemað við stellið völdu þær engla í gylltum kjólum og þemað hennar Heklu sem ber heitið Hátíð ljóss og friðar. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir

Bjuggu til kertastjaka úr glösum

„Um daginn fórum við í Hekla Íslandi og það er eins og að detta inn í ævintýraheim að koma í þá verslun. Við vorum svo heppnar að fá lánaðar hjá þeim vörur til að leika okkur með. Okkur fannst tilvalið að leggja á jólaborð en það er svo mikið af fjölbreyttum jólavörum til í versluninni. Eins og svo oft áður þá verðum við að redda okkur með alls kyns lausnum eins og að búa til kertastjaka úr glösum á fæti en í sveitinni þá bara bjargar maður sér því ekki stekkur maður út í búð án þess að keyra langar leiðir,“ segir Anna og hlær.

Nöfnurnar eru afar útsjónarsamar og brugðust til þess ráðs að …
Nöfnurnar eru afar útsjónarsamar og brugðust til þess ráðs að nýta glas sem kertastjaka fyrir hátíðarkertið með því að snúa því á hvolf og nota fótinn sem stjaka. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir

Þær stöllur eru löngu farnar að hugsa fyrir skreytingum á jóla- og áramótaborðin hjá sér en þau verða eflaust mjög ólík hjá þeim vinkonunum, enda finnst þeim gaman að hafa þau ólík og nýta fjölbreytileikann.

Gylltu hringirnir frá Heklu passa ákaflega vel með stellinu á …
Gylltu hringirnir frá Heklu passa ákaflega vel með stellinu á hátíðarborðinu. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem þær deildu af hátíðarborðinu á dögunum:

 

Englarnir eru einstaklega fallegir á borðinu.
Englarnir eru einstaklega fallegir á borðinu. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir
Ljóss hátíðar og friðar er viðeigandi þema á hátíðarborðið.
Ljóss hátíðar og friðar er viðeigandi þema á hátíðarborðið. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir
Grænt greini í bland við borðbúnaðinn kemur fallega út og …
Grænt greini í bland við borðbúnaðinn kemur fallega út og kemur með jólaandann. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir
Fallegt hvítt hreindýr prýðir stofuskenkinn.
Fallegt hvítt hreindýr prýðir stofuskenkinn. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir
Hátíðleikinn í fyrirrúmi.
Hátíðleikinn í fyrirrúmi. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir
Þetta fallega viskastykki er líka úr hátíðarlínu Heklu,
Þetta fallega viskastykki er líka úr hátíðarlínu Heklu, Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir
mbl.is