Kristrún: „Þetta verður ekki auðvelt“

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

Kristrún: „Þetta verður ekki auðvelt“

„Þetta er búinn að vera frábær dagur, gengið einstaklega vel og við erum allar þrjár bara himinlifandi með þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, í samtali við mbl.is á Bessastöðum að loknum fyrsta ríkisráðsfundi nýrrar ríkisstjórnar.

Kristrún: „Þetta verður ekki auðvelt“

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fyrir utan Bessastaði í dag.
Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fyrir utan Bessastaði í dag. mbl.is/Eyþór

„Þetta er búinn að vera frábær dagur, gengið einstaklega vel og við erum allar þrjár bara himinlifandi með þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, í samtali við mbl.is á Bessastöðum að loknum fyrsta ríkisráðsfundi nýrrar ríkisstjórnar.

„Þetta er búinn að vera frábær dagur, gengið einstaklega vel og við erum allar þrjár bara himinlifandi með þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, í samtali við mbl.is á Bessastöðum að loknum fyrsta ríkisráðsfundi nýrrar ríkisstjórnar.

Spurð hvort að hún sé sátt með hlut stefnumála Samfylkingarinnar í stjórnarsáttmálanum segir hún að hún sé mjög sátt með þau mál sem eru í sáttmálanum.

Kristrún tekur við lyklunum að Stjórnarráðinu á morgun og hún mun þá hefja störf, að hennar sögn.

Á blaðamannafundi formannanna í dag kom fram að það yrði ekki hækkaður fjármagnstekjuskattur.

Óljóst hvað hækkun auðlindagjalda á að skila miklu

Eru það vonbrigði að koma því kosningaloforði ekki í gegn?

„Það var auðvitað ýmislegt rætt í þessum viðræðum, við tókumst á um sumt en vorum sammála um annað. Þetta er ákveðin lending sem við í Samfylkingunni erum sátt við. Það eru aðrir þættir sem við fengum þarna fram og skipta rosalega miklu máli,“ segir Kristrún.

Hún sagði að allir formennirnir hafi verið sammála um að bæta afkomu ríkissjóðs og nefnir að auðlindagjöld verði hækkuð, glufum í skattkerfinu verði lokað og að allar aðgerðir sem ráðist verði í verði tímasettar þannig „að afkoma ríkissjóðs verði réttu megin við núllið“.

Spurð hvað hækkun auðlindagjalda á að skila í ríkissjóð segir hún að það verði að koma seinna í ljós. Við birtingu fjármálaáætlunar muni afkomuspá birtast og þá muni þetta koma í ljós betur.

Kristrún Frostadóttir hefur tekið við sem forsætisráðherra Íslands.
Kristrún Frostadóttir hefur tekið við sem forsætisráðherra Íslands. mbl.is/Eyþór

Gert ráð fyrir miklum hallarekstri á árinu

Gert er ráð fyr­ir að af­koma árs­ins 2024 verði nei­kvæð um rúm­lega 75 millj­arða króna. Kristrún segir að það verði áskorun að rétta úr kútnum.

„Þetta verður áskorun og við erum mjög meðvitaðar um að þetta verður áskorun. Þetta verður ekki auðvelt, ekki frekar en neitt annað sem skiptir máli í lífinu,“ segir Kristrún.

„Við treystum okkur í þetta verkefni og munum leita allra leiða til þess að haga útgjöldum með skynsamlegum hætti. Og líka sækja tekjur þar sem svigrúm er til þess að reyna að loka – og gera allt sem við getum sem allra fyrst – þessu gati. En vissulega er þetta áskorun.“

Hún segir að Samfylkingin hafi hvorki sett Viðreisn né Flokki fólksins úrslitakosti í stjórnarmyndunarviðræðunum.

mbl.is