„Mér líst bara óskaplega vel á þessa ríkisstjórn, mér líst vel á stjórnarsáttmálann og mér líst vel á ráðherrana,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, að loknum flokksstjórnarfundi í Tjarnarbíó.
„Mér líst bara óskaplega vel á þessa ríkisstjórn, mér líst vel á stjórnarsáttmálann og mér líst vel á ráðherrana,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, að loknum flokksstjórnarfundi í Tjarnarbíó.
„Mér líst bara óskaplega vel á þessa ríkisstjórn, mér líst vel á stjórnarsáttmálann og mér líst vel á ráðherrana,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, að loknum flokksstjórnarfundi í Tjarnarbíó.
Líkt og má sjá á myndum ljósmyndara mbl.is varð Ingibjörg klökk að loknum fundinum.
„Það sem maður skynjar þegar þessar þrjár konur koma saman er eindrægni, það er ný orka, það er jafnræði með þeim, og ég held að það sé mikilvægasta veganestið inn á nýtt kjörtímabil – ekki endilega hvað stendur skrifað,“ sagði hún og átti þar við formenn flokkanna þriggja, Ingu Sæland, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Kristrúnu Frostadóttur.
Ingibjörg sagðist telja að formennirnir muni leysa þau mál sem munu upp koma. „Það er það sem skiptir máli.“
Ingibjörg sagði Kristrúnu vera flottan leiðtoga sem hefur farið aftur í kjarna flokksins.
„Hún áttar sig á því að hún þurfi að hafa almenna flokksmenn með, ekki bara einhverja flokkselítu, og mér finnst hún hafa unnið rosalega gott verk. Mér finnst gamla Samfylkingin komin aftur.“