„Mínum stjórnmálaferli lokið í bili“

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

„Mínum stjórnmálaferli lokið í bili“

Ásmundur Einar Daðason, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, kveðst hættur í stjórnmálum í bili. Hann segir það hafa verið mikinn heiður að fá að vinna að málefnum barna undanfarin ár.

„Mínum stjórnmálaferli lokið í bili“

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

Ásmundur Daði Einarsson.
Ásmundur Daði Einarsson. mbl.is/Eyþór

Ásmundur Einar Daðason, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, kveðst hættur í stjórnmálum í bili. Hann segir það hafa verið mikinn heiður að fá að vinna að málefnum barna undanfarin ár.

Ásmundur Einar Daðason, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, kveðst hættur í stjórnmálum í bili. Hann segir það hafa verið mikinn heiður að fá að vinna að málefnum barna undanfarin ár.

Ráðherrar fráfarandi ríkisstjórnar ræddu við fjölmiðla áður en ríkisráðsfundur hófst á Bessastöðum klukkan 15.

Líst vel á arftaka sinn

„Mér líst vel á arftaka minn þannig það liggur bara alveg ótrúlega vel á mér,“ segir Ásmundur en Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir hjá Flokki fólks­ins verður mennta- og barna­málaráðherra.

Ásmundur náði ekki kjöri á þing en hann kveðst þó spenntur fyrir komandi ári, þó það verði að koma í ljós hver ný verkefni verða.

„Ég tók ákvörðun um það að þegar ég komst ekki inn á þing að þá yrði mínum stjórnmálaferli lokið í bili. Ég ætla að fara gera aðra hluti, einhverja skemmtilega og spennandi hluti. En ég geri ekki ráð fyrir því að fara á Alþingi aftur í bráð,“ sagði Ásmundur.

mbl.is