Nokkrir bílstjórar fengið áminningu

Strætó | 21. desember 2024

Nokkrir bílstjórar fengið áminningu

Strætisvagnabílstjórar sem láta vagnana vera í lausagangi á umdeildri endastöð Strætó við Skúlagötu fá tiltal, verði þeir ekki við fyrirmælum Strætó um að láta af þeirri háttsemi. Haldi þeir því eigi að síður áfram eru þeir áminntir og hefur komið til þess í nokkrum tilvikum, að því er Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætós segir í samtali við Morgunblaðið.

Nokkrir bílstjórar fengið áminningu

Strætó | 21. desember 2024

Kvartað hefur verið ítrekað yfir strætisvögnum í lausagangi á umdeildri …
Kvartað hefur verið ítrekað yfir strætisvögnum í lausagangi á umdeildri endastöð Strætós á Skúlagötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Strætisvagnabílstjórar sem láta vagnana vera í lausagangi á umdeildri endastöð Strætó við Skúlagötu fá tiltal, verði þeir ekki við fyrirmælum Strætó um að láta af þeirri háttsemi. Haldi þeir því eigi að síður áfram eru þeir áminntir og hefur komið til þess í nokkrum tilvikum, að því er Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætós segir í samtali við Morgunblaðið.

Strætisvagnabílstjórar sem láta vagnana vera í lausagangi á umdeildri endastöð Strætó við Skúlagötu fá tiltal, verði þeir ekki við fyrirmælum Strætó um að láta af þeirri háttsemi. Haldi þeir því eigi að síður áfram eru þeir áminntir og hefur komið til þess í nokkrum tilvikum, að því er Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætós segir í samtali við Morgunblaðið.

Íbúar í nágrenni endastöðvarinnar á Skúlagötu hafa kvartað mjög yfir hávaða frá vögnum sem látnir eru vera í lausagangi og hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskað svara frá Reykjavíkurborg og Strætó bs. um það hvað til bragðs eigi að taka vegna þessa. Var fyrirspurn þar um tekin fyrir í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar, bæði 11. og 18. desember sl.

Rætt við vagnstjóra Strætó

Segir í greinargerð að óheimilt sé að hafa vagna í lausagangi við biðstöðina og að Strætó vinni að því að leiðrétta hegðun vagnstjóra sem ekki hafa gætt að því. Einnig hafi verið rætt við vagnstjóra um að slökkva á vélum vagnanna.

„Ótal dæmi hafa borist borgarfulltrúum um truflun frá vögnunum. Sama gildir um aðra truflandi hegðun sem sæmir ekki góðum granna. Skemmst er frá því að segja að augljóst er vegna kvartana íbúa að þessar ráðstafanir hafa ekki dugað að neinu marki til að minnka hávaða og mengun,“ segir þar einnig.

„Íbúar við Skúlagötu hafa ekki verið sáttir við þessa framkvæmd og hafa ítrekað látið í ljós óánægju sína með að vagnar séu látnir ganga að óþörfu,“ segir Jóhannes Svavar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út í dag.

mbl.is