Borgarráð hefur samþykkt samkomulag Reykjavíkurborgar við Eik fasteignafélag hf. um uppbyggingu á Skeifunni 7 og Skeifunni 9. Lóðirnar eru á milli Skeifunnar og Suðurlandsbrautar.
Borgarráð hefur samþykkt samkomulag Reykjavíkurborgar við Eik fasteignafélag hf. um uppbyggingu á Skeifunni 7 og Skeifunni 9. Lóðirnar eru á milli Skeifunnar og Suðurlandsbrautar.
Borgarráð hefur samþykkt samkomulag Reykjavíkurborgar við Eik fasteignafélag hf. um uppbyggingu á Skeifunni 7 og Skeifunni 9. Lóðirnar eru á milli Skeifunnar og Suðurlandsbrautar.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hafði tekið jákvætt í fyrirspurn um málið í ágúst 2023.
Er þetta samkomulag í samræmi við stefnu í aðalskipulagi um uppbyggingu og umbreytingu iðnaðar- og verslunarhverfis í blandaða byggð, sem þjónað verði með hágæða almenningssamgöngum og öðrum vistvænum fararmátum eins og það er orðað.
Í rammaskipulagi Skeifunnar er gert ráð fyrir 750 nýjum íbúðum á svæðinu og um 190 þúsund fermetrum undir verslun og þjónustu. Miðað við þær forsendur þurfi bílastæði að verða um 2.000 talsins á Skeifusvæðinu.
Uppbygging í Skeifunni og nágrenni er hafin fyrir nokkru, t.d. á Orkureit og Grensásvegi 1. Áformað er að hefja uppbyggingu á fleiri reitum. Til að mynda hafa verið kynntar hugmyndir að íbúðabyggð á lóðinni Suðurlandsbraut 56. Á lóðinni stendur 715 fermetra veitingahús sem upphaflega var reist fyrir hamborgarastaðinn McDonalds en hýsir nú veitingastaðinn Metro.
Á lóðunum tveimur viið Skeifuna standa nú tvö hús sem þurfa að víkja. Í Skeifunni 7, reist 1967, var Elko með verslun um árabil en henni var lokað og ný verslun opnuð á öðrum stað í hverfinu. Og í Skeifunni 9, reist 1979, var Bílaleiga Akureyrar með höfuðstöðvar þar til þær voru fluttar í Skútuvog fyrir nokkru. Samanlögð stærð húsanna sem rifin verða er 5.775 fermetrar.
Í bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. desember 2024, sem lagt var fyrir borgarráð, kemur fram að í vinnslu sé nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar. Gert er ráð fyrir niðurrifi á byggingum sem fyrir eru á lóðunum sökum lélegs ástands þeirra. Deiliskipulagstillagan er unnin af Kanon arkitektum.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 19. desember.