„Þetta voru ekki vinsæl félagaskipti og ég var kallaður öllum illum nöfnum,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.
„Þetta voru ekki vinsæl félagaskipti og ég var kallaður öllum illum nöfnum,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.
„Þetta voru ekki vinsæl félagaskipti og ég var kallaður öllum illum nöfnum,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.
Theódór Elmar, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna í haust eftir farsælan feril og var ráðinn aðstoðarþjálfari uppeldisfélags síns KR.
Theódór Elmar gekk til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið AGF árið 2015 frá erkióvinunum Randers og fóru félagaskiptin ekki vel í stuðningsmenn síðarnefnda félagsins.
„Þess var óskað að öll fjölskyldan mín fengi krabbamein,“ sagði Theódór Elmar.
„Maður fékk allskonar skilaboð á stuðningsmannasíðu í mínu nafni en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig í þessu,“ sagði Theódór Elmar meðal annars.