Segir óþægilega óvissu framundan

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

Segir óþægilega óvissu framundan

Lilja Dögg Alfreðsdóttir segist fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa fengið að stýra þeim ráðuneytum sem hún hefur stýrt í ráðherratíð sinni, spurð hvað henni finnist um að ráðuneyti hennar yrði lagt niður í nýrri ríkisstjórn.

Segir óþægilega óvissu framundan

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ræðir við fjölmiðla.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ræðir við fjölmiðla. mbl.is/Eyþór

Lilja Dögg Alfreðsdóttir segist fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa fengið að stýra þeim ráðuneytum sem hún hefur stýrt í ráðherratíð sinni, spurð hvað henni finnist um að ráðuneyti hennar yrði lagt niður í nýrri ríkisstjórn.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir segist fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa fengið að stýra þeim ráðuneytum sem hún hefur stýrt í ráðherratíð sinni, spurð hvað henni finnist um að ráðuneyti hennar yrði lagt niður í nýrri ríkisstjórn.

„Það sem er óþægilegt í þessu er að það verður óvissa á gjaldeyrismarkaði. Skilaboðin sem ríkisstjórnin var með hér rétt áðan var sú að það eigi að stórauka gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.

Það sem gerist er að það munu allir halda að sér höndum bæði í ferðaþjónustunni og í sjávarútveginum,“ segir Lilja við fjölmiðla fyrir utan Bessastaði.

Það leiði til minni hagvaxtar og gjaldeyristekna, veikari krónu og að erfiðara verði að fá tekjur í þjóðarbúið.

Óvissuferð ríkisstjórnarinnar

„Það sem við erum búin að vera að gera er að styðja við ferðaþjónustuna með því að hafa hana með menningunni í sérstöku ráðuneyti og búa til tekjur.

Við erum búin að vera að auka við hagvöxt til að halda þessu öllu gangandi. Það að leggja niður eitt ráðuneyti er bara pínu brot við hliðina á þessari óvissuferð sem þessi ríkisstjórn er að leggja í,“ segir Lilja.

mbl.is