Umræðum á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar lauk nú rétt í þessu og hélt Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, stutta ræðu þar á eftir. Mátti heyra mikið lófatak viðstaddra bæði fyrir og eftir ræðuna.
Umræðum á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar lauk nú rétt í þessu og hélt Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, stutta ræðu þar á eftir. Mátti heyra mikið lófatak viðstaddra bæði fyrir og eftir ræðuna.
Umræðum á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar lauk nú rétt í þessu og hélt Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, stutta ræðu þar á eftir. Mátti heyra mikið lófatak viðstaddra bæði fyrir og eftir ræðuna.
„Það var mjög gott að finna hvað við erum samhent hérna inni og að við getum öll verið stolt farandi inn í þetta verkefni.
Það skiptir gríðarlega miklu máli í þessari vegferð sem fram undan er að við getum öll fundið okkur í þessum sáttmála, við getum öll fundið okkur í þessari stefnuyfirlýsingu og við treystum okkur öll til þess að ganga samhent inn í þetta verkefni,“ sagði hún meðal annars.
„Það er ákall frá þjóðinni um að sjá þessa þrjá flokka saman að fara í þá vegferð í að styrkja landið og breyta ýmsu sem þarf að breyta. Ég hlakka bara til að fara með ykkur í það verkefni.“
Atkvæðagreiðsla um ráðherralista er nú að hefjast á flokksstjórnarfundinum.
Kristrún sagðist ekki ætla að veita fjölmiðlum viðtal eftir fundinn en hún mun kynna nýja ríkisstjórn á blaðamannafundi klukkan 13.
Uppfært 11:46:
Í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar segir að flokksstjórnarfundurinn samþykkti stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks Fólksins og tillögu þingflokks að ráðherralista með öllum greiddum atkvæðum.