„Það eru öll verkefni jafn mikilvæg“

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

„Það eru öll verkefni jafn mikilvæg“

„Það sem ég veit er að þetta er svakalega mikilvægt ráðuneyti þannig ég ber mikla virðingu fyrir því verkefni sem mér hefur verið falið,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, en undir það ráðuneyti falla málaflokkar eins og land­búnaðar, sjáv­ar­út­vegur, iðnaður, viðskipti og ferðaþjónusta.

„Það eru öll verkefni jafn mikilvæg“

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

Hanna Katrín Friðriksson ræddi við blaðamenn.
Hanna Katrín Friðriksson ræddi við blaðamenn. mbl.is/Eyþór

„Það sem ég veit er að þetta er svakalega mikilvægt ráðuneyti þannig ég ber mikla virðingu fyrir því verkefni sem mér hefur verið falið,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, en undir það ráðuneyti falla málaflokkar eins og land­búnaðar, sjáv­ar­út­vegur, iðnaður, viðskipti og ferðaþjónusta.

„Það sem ég veit er að þetta er svakalega mikilvægt ráðuneyti þannig ég ber mikla virðingu fyrir því verkefni sem mér hefur verið falið,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, en undir það ráðuneyti falla málaflokkar eins og land­búnaðar, sjáv­ar­út­vegur, iðnaður, viðskipti og ferðaþjónusta.

Hanna ræddi við blaðamenn fyrir utan Bessastaði en ný ríkisstjórn fundar nú með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.

„Þetta er viðamikið ráðuneyti og ég er náttúrulega rétt að sjá stjórnarsáttmálann fyrst í dag og á svo sem eftir að setjast yfir það. En ég held að þetta sé ráðuneyti af þeim toga að það eru öll verkefni jafn mikilvæg,“ segir hún spurð hvaða verkefni séu í forgangi.

Að lokum segir hún að hún finni fyrir auðmýkt, virðingu og ábyrgð.

mbl.is