Umræðan um aðildarviðræður þurfi rými og tíma

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

Umræðan um aðildarviðræður þurfi rými og tíma

Kristrún Frostadóttir, verðandi forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina samstíga og að stjórnarflokkarnir muni samþykkja þingsályktunartillögu um að fara í atkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik en að umræðan þurfi bæði rými og tíma. 

Umræðan um aðildarviðræður þurfi rými og tíma

Alþingiskosningar 2024 | 21. desember 2024

Formenn stjórnarflokkanna eru stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að ráða …
Formenn stjórnarflokkanna eru stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að ráða hvort farið verði aftur í aðildarviðræður við Evrópusambandið. mbl.is/Ólafur Árdal

Kristrún Frosta­dótt­ir, verðandi for­sæt­is­ráðherra, seg­ir rík­is­stjórn­ina sam­stíga og að stjórn­ar­flokk­arn­ir muni samþykkja þings­álykt­un­ar­til­lögu um að fara í at­kvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið á nýj­an leik en að umræðan þurfi bæði rými og tíma. 

Kristrún Frosta­dótt­ir, verðandi for­sæt­is­ráðherra, seg­ir rík­is­stjórn­ina sam­stíga og að stjórn­ar­flokk­arn­ir muni samþykkja þings­álykt­un­ar­til­lögu um að fara í at­kvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið á nýj­an leik en að umræðan þurfi bæði rými og tíma. 

Formaður Flokks fólks­ins, Inga Sæ­land, seg­ist ekki vilja ganga í sam­bandið en seg­ir þjóðina eiga að fá síðasta orðið í umræðunni.

Þetta kom fram á ný­lokn­um blaðamanna­fundi nýrr­ar rík­is­stjórn­ar sem fór fram í Hafn­ar­borg í Hafnar­f­irði.

Á fund­in­um tók Kristrún und­ir að marg­ir í þjóðfé­lag­inu hefðu áhyggj­ur af sundr­ung í umræðu máls­ins og þess vegna skipti tíma­setn­ing og aðdrag­andi máli.

Vilja hafa val­kosti

Minn­ir Kristrún á að um sé að ræða at­kvæðagreiðslu um aðild­ar­viðræður sem sé aft­ar­lega á kjör­tíma­bil­inu, nán­ar til­tekið 2027, og seg­ir hún að farið hafi verið í ákveðna veg­ferð fram að því en t.d. verður gerð óháð skýrsla sem muni taka út gjald­miðlamál­in.

Seg­ir hún sjálfa sig, auk Þor­gerðar Katrín­ar, for­manns Viðreisn­ar og Ingu Sæ­land, vera stuðningsaðila þess að þjóðin fái að skera úr um hvort haldið verði áfram eða ekki.

Þá sé rík­is­stjórn­in sam­stíga og munu flokk­arn­ir samþykkja þings­álykt­un­ar­til­lögu um að farið verði í at­kvæðagreiðsluna en seg­ir hún jafn­framt að for­menn stjórn­ar­flokk­anna séu meðvitaðir um að gefa þurfi umræðunni rými og tíma.

„Við erum að fara inn í áhuga­verða og að sumu leyti sér­staka tíma í alþjóðamál­um og við vilj­um bara hafa val­kosti hvað þetta verða á kjör­tíma­bil­inu.“

Þjóðin eigi síðasta orðið

Á blaðamanna­fund­in­um var Inga Sæ­land einnig spurð um hvort henni hefði snú­ist hug­ur í umræðunni, en hún hef­ur talað op­in­skátt um að Flokk­ur fólks­ins sé á móti inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið.

Seg­ir Inga flokk­inn hins veg­ar vera lýðræðis­lega sinnaðan og að síðasta orðið sé hjá þjóðinni.

Alltaf vil ég að þjóðin mín eigi um það síðasta orðið.

mbl.is