Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, er búinn að fullkomna súkkulaðimúsina sína fyrir hátíðirnar og hefur gefið henni heitið Nóa „Jóa“ Kropp súkkulaðimús. Aðspurður segir Jói að súkkulaðimúsin eigi sér skemmtilega sögu en hún tengist nafninu Nóa Kropp.
Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, er búinn að fullkomna súkkulaðimúsina sína fyrir hátíðirnar og hefur gefið henni heitið Nóa „Jóa“ Kropp súkkulaðimús. Aðspurður segir Jói að súkkulaðimúsin eigi sér skemmtilega sögu en hún tengist nafninu Nóa Kropp.
Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, er búinn að fullkomna súkkulaðimúsina sína fyrir hátíðirnar og hefur gefið henni heitið Nóa „Jóa“ Kropp súkkulaðimús. Aðspurður segir Jói að súkkulaðimúsin eigi sér skemmtilega sögu en hún tengist nafninu Nóa Kropp.
„Ég hef alltaf verið að leika mér með nafnið Nóa og breyta því yfir í Jóa. Til dæmis segi ég ávallt Jóa konfekt, Jóa súkkulaði, Jóa páskaegg og fleira í þeim dúr. En ég vil ekki vera að nota eða skemma þetta nafn Nóa sem er grafið svo djúpt í huga allra landsmanna,“ segir Jói og brosir.
„Frá því að Nóa Kroppið kom fyrst á markað hefur það verið eitt af mínum uppáhaldsnammi. Það er svo gott að geta fengið sér bara eina og eina kúlu í einu sem er stundum nóg fyrir mig. Ég hef líka verið að leika mér að baka úr Nóa Kroppinu og gert smákökur, ís og marens þar sem það kemur við sögu. Það er alveg sama hvað er gert með Nóa Kroppi, allt er gott með því,“ segir Jói glaðbeittur.
Hægt að misskilja svo ég hætti við
„Ég ætlaði að koma þessari frábæru súkkulaðimús með Nóa Kroppi á markað og kalla hana Jóa Kropp, en það er víst hægt að misskilja það svo ég hætti við þá ráðagerð. Þannig að ég lét slag standa núna fyrir hátíðirnar og setti uppskriftina inn á uppskriftavefinn minn eldabaka.is. Þar heitir hún Nóa Jóa Kropp súkkulaðimús.
Þetta er kraftmikil súkkulaðimús með 70% súkkulaði og fullt af Nóa Kroppi og þegar hún er borin fram er gott vera með þeyttan rjóma þar sem músin sjálf er svo bragðmikil og kröftug. Músin sjálf geymist vel í nokkra daga þannig að það er hægt að gera hana fyrir fram og eiga hana til þegar veislu skal gjöra,“ segir Jói að lokum og gefur hér lesendum uppskriftina að súkkulaðimúsinni sinni frægu.
Nóa „Jóa“ Kropp súkkulaðimús
Aðferð: