„Ef rjúpan er veidd þá er allt í toppstandi“

Jóla jóla ... | 22. desember 2024

„Ef rjúpan er veidd þá er allt í toppstandi“

Kristinn Bjarni Waagfjörð er pípulagninga- og hestamaður sem búsettur er á Selfossi.
Hann er svokallað jólabarn, en hann á afmæli á aðfangadag. Kristinn segir rjúpuna ómissandi hluta jólanna og reynir hann að komast á veiðar ár hvert. Hann hefur engar sérstakar hugmyndir um jólagjöf aðra en þá að slaka vel á með fólkinu sem honum þykir vænst um, það sé besta gjöfin.

„Ef rjúpan er veidd þá er allt í toppstandi“

Jóla jóla ... | 22. desember 2024

Á fjöllum, ýmist í svissnesku Ölpunum eða á rjúpu hérlendis. …
Á fjöllum, ýmist í svissnesku Ölpunum eða á rjúpu hérlendis. Hann kemst þó ekki alltaf á rjúpu vegna anna, en nái hann að veiða sjálfur verður allt „í toppstandi“. Ljósmynd/Aðsend

Kristinn Bjarni Waagfjörð er pípulagninga- og hestamaður sem búsettur er á Selfossi.
Hann er svokallað jólabarn, en hann á afmæli á aðfangadag. Kristinn segir rjúpuna ómissandi hluta jólanna og reynir hann að komast á veiðar ár hvert. Hann hefur engar sérstakar hugmyndir um jólagjöf aðra en þá að slaka vel á með fólkinu sem honum þykir vænst um, það sé besta gjöfin.

Kristinn Bjarni Waagfjörð er pípulagninga- og hestamaður sem búsettur er á Selfossi.
Hann er svokallað jólabarn, en hann á afmæli á aðfangadag. Kristinn segir rjúpuna ómissandi hluta jólanna og reynir hann að komast á veiðar ár hvert. Hann hefur engar sérstakar hugmyndir um jólagjöf aðra en þá að slaka vel á með fólkinu sem honum þykir vænst um, það sé besta gjöfin.

Kristinn er með annan fótinn á hestabúgarði í Sviss hjá kærustu sinni, Flurinu. Hann er staddur í vinnunni, nýstiginn upp úr flensu, þegar blaðamaður nær af honum tali.

Spurður út í jólahefðir segir hann eitt ómissandi á jólunum, fyrir utan samverustundir með sínum nánustu, og það sé rjúpan. „Síðan ég var pjakkur hefur mér þótt rjúpan ómissandi hluti jólanna,“ segir Kristinn og bætir því við að hann verði helst að veiða þær sjálfur.

„Þá er allt í toppstandi.“

Það gangi þó ekki alltaf upp og í þau skipti sem hann hafi misst af veiði eða ekki fengið neitt hafi hann sætt sig við annan mat. En hann reyni að komast á rjúpu ef hann mögulega geti.

Kristinn eldar rjúpurnar á nýja mátann, léttsteikir bringurnar og setur þær svo í ofn. „Hitt fer í sósuna.“ Meðlætið er af ýmsum toga en hann nefnir helst jólasalatið með eplum, káli, blönduðum ávöxtum og rjóma.

Það er frelsi að geta hoppað á bak og riðið …
Það er frelsi að geta hoppað á bak og riðið úti í guðsgrænni náttúru. Kristinn ver jólunum með Flurinu á hestabúgarði í Sviss. Ljósmynd/Aðsend

Svissnesku Alparnir þessi jól

Kristinn á þrjú börn úr fyrri samböndum, Andreu Ósk 21 árs og Emil Goða 16 ára, sem einnig eru búsett á Selfossi, og Ísar Dreka, átta ára, en hann býr í Noregi með móður sinni.

Þetta árið verða börnin ekki hjá honum um jólin og segir hann allan gang vera á því hvernig hátíðunum sé háttað. Hins vegar er hann á leiðinni til Sviss á jóladag og ætlar að verja þar jólum og áramótum með Flurinu.

Spurður út í fjarsambandið segist Kristinn hafa verið að dæma á svissneska meistaramótinu á síðasta ári og hitt þar Flurinu, sem sjálf er mikil hestakona. Síðar sama ár hitti hann hana aftur á heimsmeistaramóti hestamanna í Hollandi og þá tók ástin yfir. Flurina er svissnesk og er með búgarð í Ölpunum, við bæinn Flims, í austurhluta Sviss.

Kristinn hefur dæmt fjöldann allan af hestamótum, m.a. tvö heimsmeistaramót …
Kristinn hefur dæmt fjöldann allan af hestamótum, m.a. tvö heimsmeistaramót erlendis. Ljósmynd/Aðsend

Hestamennska frá fermingaraldri

Kristinn er frá Blönduósi norður í Húnabyggð, bænum við ósa Blöndu, en segist hafa alist upp víða um landið. Hann er mikill hestamaður og lýsir sjálfum sér sem hestasjúkum þegar hann var barn og hafi margsinnis prófað að fara á bak. Það var þó ekki fyrr en við fermingu sem hann byrjaði fyrir alvöru í hestamennsku, sem er fyrir honum miklu meira en áhugamál.

„Þetta er miklu frekar lífsstíll.“

Hann á nokkra hesta sjálfur sem hann er með á Selfossi. Hann hefur ekki keppt í nokkur ár en segir þó ekki útilokað að það verði af því á komandi árum. Hann var búsettur í Noregi milli áranna 2014 og 2019. „Þar vann ég við hestamennsku. Var að þjálfa, kenna og dæma.“

Kristinn hefur dæmt á ótal mótum, m.a. á tveimur heimsmeistaramótum; í Danmörku árið 2015 og svo á heimsmeistaramótinu í Hollandi á síðasta ári, sem breytti aðeins tilverunni hjá honum.

Kristinn og Flurina eiga hestamennskuna sameiginlega.
Kristinn og Flurina eiga hestamennskuna sameiginlega. Ljósmynd/Aðsend

„Til hamingju með afmælið líka, vinur“

Jólin hjá Kristni eru eflaust ólík jólum flestra, þar sem hann á afmæli á aðfangadag. „Ég er að verða 52 ára um jólin þótt mér líði nú eins og ég sé yngri. Mér finnst skrýtið að nefna þessa tölu,“ segir hann léttur í bragði.

Þegar hann rifjar upp æskuna segir hann fyrst hafa verið haldið formlega upp á afmælið hans þegar hann var 14 ára gamall og var veislan þá í mars.

Spurður um fyrirkomulagið í kringum afmæli og jól segist Kristinn alltaf hafa fengið tvær gjafir frá móður sinni og ömmu, aðrir hafi gefið eina gjöf, jólagjöf, og kastað á hann afmæliskveðju í leiðinni.

Jólahaldið hefur engan sérstakan glamúrblæ í augum Kristins en hann segist þó hafa haft gaman af jólunum þegar börnin voru lítil. Þá hafi hann upplifað gleðina og tilhlökkunina í gegnum litlu hjörtun.

Og þá er það spurningin sem brennur á blaðamanni. Hvað langar þig í í jólagjöf? „Þessi er auðvitað gömul og klassísk,“ segir hann. „Ég veit aldrei hvað mig langar í, annað en frið, ró og samveru. Það er allt og sumt. Á meðan allir geta verið slakir saman og haft það gott og líður vel þá er það æðislegt.“

Kristinn ásamt börnunum sínum Andreu Ósk, Emil Goða og Ísari …
Kristinn ásamt börnunum sínum Andreu Ósk, Emil Goða og Ísari Dreka. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is