Eftirréttasósan sem allir elska

Uppskriftir | 22. desember 2024

Eftirréttasósan sem allir elska

Völundur Snær Völundsson matreiðslumeistari, alla jafna kallaður Völli, er þekktur fyrir að töfra fram kræsingar sem heilla matargesti upp úr skónum. Nú þegar hátíðirnar eru fram undan og fjölmörg matarboð og veislur handan við hornið er gott að kunna listina að gleðja matargesti með góðum eftirrétt. Þá getur skipt sköpun að vera með leynitrix, eins og eftirréttasósu sem steinliggur. Hvort sem það er með jólaísnum, marenskökunni eða öðru góðgæti.

Eftirréttasósan sem allir elska

Uppskriftir | 22. desember 2024

Meistarakokkurinn Völundur Snær Völundarson kann listina að búa til eftirréttasósu …
Meistarakokkurinn Völundur Snær Völundarson kann listina að búa til eftirréttasósu sem allir elska. Saltkaramellusósan hans klikkar ekki. Ljósmynd/Saga Sig

Völ­und­ur Snær Völ­unds­son mat­reiðslu­meist­ari, alla jafna kallaður Völli, er þekkt­ur fyr­ir að töfra fram kræs­ing­ar sem heilla mat­ar­gesti upp úr skón­um. Nú þegar hátíðirn­ar eru fram und­an og fjöl­mörg mat­ar­boð og veisl­ur hand­an við hornið er gott að kunna list­ina að gleðja mat­ar­gesti með góðum eft­ir­rétt. Þá get­ur skipt sköp­un að vera með leynitrix, eins og eft­ir­réttasósu sem stein­ligg­ur. Hvort sem það er með jólaísn­um, mar­en­s­kök­unni eða öðru góðgæti.

Völ­und­ur Snær Völ­unds­son mat­reiðslu­meist­ari, alla jafna kallaður Völli, er þekkt­ur fyr­ir að töfra fram kræs­ing­ar sem heilla mat­ar­gesti upp úr skón­um. Nú þegar hátíðirn­ar eru fram und­an og fjöl­mörg mat­ar­boð og veisl­ur hand­an við hornið er gott að kunna list­ina að gleðja mat­ar­gesti með góðum eft­ir­rétt. Þá get­ur skipt sköp­un að vera með leynitrix, eins og eft­ir­réttasósu sem stein­ligg­ur. Hvort sem það er með jólaísn­um, mar­en­s­kök­unni eða öðru góðgæti.

Saltkaramellusósan hans Völundar slær ávallt í gegn. Umami-saltið í sósunni …
Salt­kara­mellusós­an hans Völ­und­ar slær ávallt í gegn. Uma­mi-saltið í sós­unni magn­ar upp kara­mellu­bragðið sem tek­ur sós­una upp á næsta stig. Ljós­mynd/​Saga Sig

Völli deil­ir hér með les­end­um upp­skrift að kara­mellusósu sem er til­val­in með eft­ir­rétt­um um hátíðarn­ar. „Hér er á ferðinni sósa sem læt­ur ekki mikið yfir sér en er al­veg frá­bær. Þetta er hefðbund­in kara­mella sem bragðbætt er með uma­mi-salt­inu og breyt­ist þannig í salt­kara­mellusósu eins og þær ger­ast best­ar. Uma­mi-bragðið magn­ar upp kara­mellu­bragðið sem tek­ur sós­una upp á næsta stig. Þetta er afar ein­föld sósa sem er í miklu upp­á­haldi og pass­ar með flest­um eft­ir­rétt­um.

Eft­ir­réttasós­an sem all­ir elska

  • 200 g syk­ur
  • 85 g ósaltað smjör
  • 120 ml rjómi
  • 1 tsk. uma­mi-salt

Aðferð:

  1. Hitið syk­ur­inn á pönnu og hrærið stöðugt í hon­um.
  2. Þegar syk­ur­inn hef­ur bráðnað skal blanda smjör­inu sam­an við. Hrærið vel og ef smjörið fer að skilja sig eða syk­ur­inn fer að hlaupa í kekki skuluð þið taka af hit­an­um og hræra af krafti.
  3. Bætið því næst rjóm­an­um sam­an við. Við þetta fer kara­mell­an að sjóða og þykkna hratt.
  4. Þegar þið eruð kom­in með ákjós­an­lega þykkt skuluð þið taka af hell­unni, blanda salt­inu sam­an við og leyfa kara­mell­unni að kólna.
  5. At­hugið að kara­mell­an þykkn­ar þegar hún kóln­ar þannig að ekki hafa hana of lengi á hell­unni.
mbl.is