Kveðjur voru innilegar þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir nýr utanríkisráðherra tók við lyklavöldum í nýju ráðuneyti sínu laust eftir hádegi í dag.
Kveðjur voru innilegar þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir nýr utanríkisráðherra tók við lyklavöldum í nýju ráðuneyti sínu laust eftir hádegi í dag.
Kveðjur voru innilegar þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir nýr utanríkisráðherra tók við lyklavöldum í nýju ráðuneyti sínu laust eftir hádegi í dag.
„Þú hefur verið ótrúlega sterk fyrirmynd og verður ekki auðvelt að fara í þín spor,“ sagði Þorgerður við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttir sem nú lætur af embætti ráðherra utanríkismála sem hún hefur gengt í tæp þrjú ár, að stuttu stoppi í öðru ráðuneyti frátöldu.
Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri tók á móti Þorgerði Katrínu þegar hún kom í húsakynni ráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík. Þar fór hún um, heilsaði upp á fólk og kynnti sér aðstæður.
Í samtali við mbl.is segir Þorgerður að mörg krefjandi verkefni séu framundan á sviði utanríkismála; svo sem málefni er snúa að vörum landsins. Nú séu Bandaríkjamenn að byggja upp aðstöðu sína á Keflavíkurflugvelli og slíkt segist ráðherrann styðja. Henni hafi raunar verið fullkunnugt um þessa uppbyggingu um nokkur tíma sem fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis.
Ný ríkisstjórn boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild árið 2027. Ráðherra segir að með slíku gefist ágætur umþóttunartími til að kynna sér mál, svo sem fyrir fulltrúa atvinnulífsins. Margt geti líka gerst í Evrópumálum þangað til.