Færir borgarbúa nær hver öðrum

Húsnæðismarkaðurinn | 22. desember 2024

Færir borgarbúa nær hver öðrum

Víða er stutt á milli fjölbýlishúsa á nýjum þéttingarreitum í borginni. Dæmi um þetta má sjá hér á síðunni en myndirnar voru teknar á Kirkjusandi og á Orkureitnum.

Færir borgarbúa nær hver öðrum

Húsnæðismarkaðurinn | 22. desember 2024

Stutt er á milli Hallgerðargötu 11b vinstra megin og fjölbýlishússins …
Stutt er á milli Hallgerðargötu 11b vinstra megin og fjölbýlishússins Stuðlaborgar hægra megin. mbl.is/Baldur

Víða er stutt á milli fjölbýlishúsa á nýjum þéttingarreitum í borginni. Dæmi um þetta má sjá hér á síðunni en myndirnar voru teknar á Kirkjusandi og á Orkureitnum.

Víða er stutt á milli fjölbýlishúsa á nýjum þéttingarreitum í borginni. Dæmi um þetta má sjá hér á síðunni en myndirnar voru teknar á Kirkjusandi og á Orkureitnum.

Tilefnið er umræða um nábýlið sem hlýst af þéttingu byggðar. Þá ekki síst í Suður-Mjódd en Morgunblaðið hefur að undanförnu fjallað um þá uppbyggingu. Til upprifjunar er mynd af henni birt hér fyrir neðan.

Meðal annars ræddi Morgunblaðið við Pál Jakob Líndal umhverfissálfræðing sem taldi að borgin hlyti „að vera komin í þrot með þessa þéttingarstefnu“.

Samtöl Morgunblaðsins við arkitekta leiða í ljós að þessi skipulagsstefna er umdeild innan stéttarinnar. Hins vegar vilja arkitektar ekki koma fram undir nafni af ótta við að það skerði starfsmöguleika þeirra.

Fjölbýlishús í byggingu við hlið Orkuhússins.
Fjölbýlishús í byggingu við hlið Orkuhússins.

Haft eins og búrhænsni

Einn þeirra ræddi við Morgunblaðið í trausti nafnleyndar.

„Mér finnst hræðilegt hvað það er verið að byggja nærri umferðaræðum. Þegar ég var í akademíunni var lagt mikið upp úr friðsæld, útsýni og sólarljósi en nú finnst mér fólk haft eins og búrhænsni,“ sagði arkitektinn um þéttingarreiti í Reykjavík.

Stigahús tengir hús á Hallgerðargötu.
Stigahús tengir hús á Hallgerðargötu.

Slæm áhrif á heilsu

„Það er ekki skrítið að fólk sé að upplifa kulnun og streitu ef híbýlin eru ekki lengur mannsæmandi, alltof lítil og dimm. Höfð er minnsta mögulega fjarlægð milli húsa þannig að fólk starir á milli glugga. Áður voru tveggja herbergja íbúðir jafnan 70 fermetrar. Nú er hins vegar orðið algengt að nýjar tveggja herbergja íbúðir séu 50 fermetrar,“ sagði arkitektinn.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 19. desember. 

mbl.is