Fyrsti fundurinn á Þorláksmessu

Alþingiskosningar 2024 | 22. desember 2024

Fyrsti fundurinn á Þorláksmessu

Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar ríkisstjórnar verður á morgun klukkan 9.30.

Fyrsti fundurinn á Þorláksmessu

Alþingiskosningar 2024 | 22. desember 2024

Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.
Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. mbl.is/Eyþór

Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar ríkisstjórnar verður á morgun klukkan 9.30.

Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar ríkisstjórnar verður á morgun klukkan 9.30.

Þetta segir Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, í samtali við mbl.is.

Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var kynnt í gær ásamt stjórnarsáttmála.

Ráðuneytum fækkar úr tólf í ellefu. Eftirfarandi eru ráðherrar í ríkisstjórninni:

  • Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.
  • Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.
  • Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.
  • Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra.
  • Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
  • Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
  • Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra.
  • Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
mbl.is