„Hjartans þakkir aftur Bjarni, ég vil fá knús“

Alþingiskosningar 2024 | 22. desember 2024

„Hjartans þakkir Bjarni, ég vil fá knús“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra bað Bjarna Benediktsson um knús er hann færði henni lyklavöldin að ráðuneytinu.

„Hjartans þakkir Bjarni, ég vil fá knús“

Alþingiskosningar 2024 | 22. desember 2024

Bjarni Benediktsson færir Ingu Sæland lyklana.
Bjarni Benediktsson færir Ingu Sæland lyklana. mbl.is/Árni Sæberg

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra bað Bjarna Benediktsson um knús er hann færði henni lyklavöldin að ráðuneytinu.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra bað Bjarna Benediktsson um knús er hann færði henni lyklavöldin að ráðuneytinu.

Bjarni færði Ingu lykil að félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í dag og með honum fylgdi lítill glaðningur.

„Ég vona að þér líði vel hérna. Þetta hefur verið tiltölulega stutt stopp hér fyrir mig, auðvitað starfað hér í starfsstjórn. Ég hef fundið fyrir því að hér eru hlutirnir í traustum skorðum hjá mjög vönduðum mannskap sem ég veit að mun styðja þig til þess að þú náir árangri í þínum störfum. Gangi þér vel með það,“ sagði Bjarni.

„Hjartans þakkir aftur Bjarni, ég vil fá knús,“ sagði Inga þá á móti er hún tók við lyklinum.

Sú sem passar

„Þú bjóst nú ekki alveg við því að lykillinn færi til hennar Ingu en þú veist að ég er sú sem passar,“ sagði Inga við Bjarna.

Sagði hann þá á móti að Inga hefði fyrir einhverjum vikum síðan sagst hafa séð þetta fyrir í sinni kristalskúlu.

Þakkaði Inga Bjarna fyrir unnin störf og sagði hann alltaf hafa sýnt sér tillitsemi og hlýju og að hann hefði góða nærveru.

„Ég óska þér góðs gengis hér fyrir land og þjóð í þessu ráðuneyti,“ sagði Bjarni að lokum.

mbl.is