Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir umsagnir um kærur og ágreiningsatkvæði í Suðvesturkjördæmi frá kosningunum 30. nóvember enn í vinnslu hjá landskjörstjórn, sem skili umsögn til Alþingis eftir áramót.
Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir umsagnir um kærur og ágreiningsatkvæði í Suðvesturkjördæmi frá kosningunum 30. nóvember enn í vinnslu hjá landskjörstjórn, sem skili umsögn til Alþingis eftir áramót.
Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir umsagnir um kærur og ágreiningsatkvæði í Suðvesturkjördæmi frá kosningunum 30. nóvember enn í vinnslu hjá landskjörstjórn, sem skili umsögn til Alþingis eftir áramót.
Eins og mbl.is hefur greint frá kærði Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi talningu atkvæða í kjördæminu og synjun yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða. Tekið var fram í kærunni að að yfirkjörstjórn bæri að upplýsa kæranda um fjölda utankjörfundaratkvæða og skiptingu þeirra á milli framboða, en ekki hefði verið við beiðni um að fá þær upplýsingar.
Landskjörstjórn úthlutaði þingsætum til nýkjörinna þingmanna 10. desember sl. Þá tók við sjö daga kærufrestur, sem rann út 17. desember sl. Að honum loknum fór landskjörstjórn yfir framkomnar kærur og mun síðan skila Alþingi rökstuddri umsögn um þær.
Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kosninga tekur síðan við þeim umsögnum og ferlinu og að því loknu kjörbréfanefnd.
„Endanleg staðfesting á kosningunni er þó í reynd ekki fyrr en á fyrsta þingfundi þegar kjörbréfanefnd skilar áliti sínu og tillögu sem þingheimur greiðir atkvæði um, segir á vef Alþingis.