Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, veitti fyrr í dag Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Hún veitti henni bæði dagsdaglega lykillinn, sem gerður er úr plasti, en einnig lykil sem afi hennar smíðaði fyrir yfir hundrað árum.
Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, veitti fyrr í dag Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Hún veitti henni bæði dagsdaglega lykillinn, sem gerður er úr plasti, en einnig lykil sem afi hennar smíðaði fyrir yfir hundrað árum.
Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, veitti fyrr í dag Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Hún veitti henni bæði dagsdaglega lykillinn, sem gerður er úr plasti, en einnig lykil sem afi hennar smíðaði fyrir yfir hundrað árum.
„Ég óska þér velfarnaðar í öllum þínum störfum og mig langar að segja að þetta er gott ráðuneyti, mjög mikilvægir málaflokkar sem ég veit að þú munt taka vel utan um og ég óska þér alls hins besta og hér kemurðu að góðu búi með framúrskarandi starfsfólki,“ sagði Guðrún.
Hún veitti henni lyklana að ráðuneytinu en lykilinn er að vísu bara plastkort. Guðrúnu fannst það greinilega ekki nógu spennandi því hún afhenti henni einnig klassískan lykil. Þorbjörg sagði að henni litist vel á það að „íhaldskonan“ væri með alvöru lykil.
„Íhaldskonan er með alvöru lykil sem er yfir hundrað ára gamall og ég náði í hann í morgun. Þetta er lykill frá afa mínum, Kristni Vigfússyni, sem var staðarsmiður og byggði upp Selfoss. Hann gengur að öllu í Suðurkjördæmi og líklega að öllu í þessu ráðuneyti líka. Ég ætla að vona að þessi lykill færi þér gæfu í öllum þínum störfum,“ sagði Guðrún.
Þorbjörg kvaðst vera mjög stolt af þessum lykli og þakkaði Guðrúnu fyrir hennar störf í ráðuneytinu.
Þorbjörg færði Guðrúnu einnig gjöf og þær sammæltust um það að þær myndu áfram fá sér kaffibolla og kökur í þinghúsinu á nýju ári, eins og þær hafa gert áður.