Sádiarabísk stjórnvöld segjast hafa varað þýsk stjórnvöld við Taleb Jawad Al Abdulmohsen sem ók bifreið inn í fólksfjölda á jólamarkaði í Magdeburg í síðustu viku.
Sádiarabísk stjórnvöld segjast hafa varað þýsk stjórnvöld við Taleb Jawad Al Abdulmohsen sem ók bifreið inn í fólksfjölda á jólamarkaði í Magdeburg í síðustu viku.
Sádiarabísk stjórnvöld segjast hafa varað þýsk stjórnvöld við Taleb Jawad Al Abdulmohsen sem ók bifreið inn í fólksfjölda á jólamarkaði í Magdeburg í síðustu viku.
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu.
Þá segja sádiarabísk yfirvöld að þýsk stjórnvöld hafi skeytt engu um þessar viðvaranir. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að þessar viðvaranir hafi lotið að skaðlegum hugmyndum hans.
Hins vegar séu yfirvöld í Sádi-Arabíu að vinna með þýskum stjórnvöldum við það að safna saman öllum upplýsingum um al Abdulmohsen.
Fimm eru látnir og 200 særðir vegna árásar Al Abdulmohsen. Níu ára barn er meðal hinna látnu.
Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að Al Abdulmohsen væri andvígur íslamstrú þrátt fyrir að vera alinn upp í trúnni.
Horst Nopens saksóknari sagði að Al Abdulmohsen hafi þegar sagt ástæðu árásarinnar hafa verið óánægju hans með hvernig farið sé með sádiarabíska flóttamenn í Þýskalandi.
Al Abdulmohsen er frá Sádí-Arabíu og er menntaður læknir. Kom hann fyrst til Þýskalands árið 2006 og stundaði þá sérnám í læknanámi sínu og starfaði sem læknir að því loknu.