Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að hún telji sér ekki heimilt að úthluta Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara verkefnum þar sem hún segir að hann uppfylli ekki almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að hún telji sér ekki heimilt að úthluta Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara verkefnum þar sem hún segir að hann uppfylli ekki almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að hún telji sér ekki heimilt að úthluta Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara verkefnum þar sem hún segir að hann uppfylli ekki almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara.
Þetta kemur fram á vef ríkissaksóknara en tilkynningin kemur sama dag og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tekur við lyklunum að ráðuneytinu. Þorbjörg starfaði sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara árin 2018 til 2020.
Ríkissaksóknari hafði áður óskað eftir því að dómsmálaráðherra myndi leysa Helga Magnús tímabundið frá störfum en Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hafnaði beiðninni.
Helgi Magnús greindi frá því í samtali við Morgunblaðið í gær að ríkissaksóknari hefði ekki gefið honum nein verkefni eftir að hann mætti aftur til starfa.
„Með vísan til framangreindrar lagaskyldu og þeirrar afstöðu ríkissaksóknara að Helgi Magnús fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að gegna embætti vararíkissaksóknara telur ríkissaksóknari sér ekki heimilt að úthluta verkefnum sem varða meðferð ákæruvalds til Helga Magnúsar, hvað þá að fela honum þá ábyrgð að vera staðgengill ríkissaksóknara,“ segir í tilkynningu ríkissaksóknara.
„Í bréfi dómsmálaráðherra til ríkissaksóknara, dags. 9. september sl., kemur fram að ráðherra geri ekki athugasemdir við þær efnislegu forsendur sem lágu til grundvallar áminningu sem ríkissaksóknari veitti Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara þann 25. ágúst 2022,“ segir í tilkynningunni.
Sigríður segir að í áminningarbréfinu hafi komið fram að háttsemi Helga Magnúsar utan starfs hans hafi verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfinu. Þá hafi háttsemi hans varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt.
„Í áminningarbréfinu var vísað til þess að umfjöllun Helga Magnúsar, sem var tilefni áminningarinnar, væri til þess fallin að draga úr trausti til vararíkissaksóknara, embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins, en umfjöllunin beindist m.a. að brotaþolum í kynferðisbrotamálum, hælisleitendum og samkynhneigðum karlmönnum.“
Sigríður segir í tilkynningunni að Helgi Magnús hafi rýrt það traust sem hann, og allir aðrir ákærendur, verði almennt að njóta.
„Telur ríkissaksóknari þar með einsýnt að Helgi Magnús uppfyllir ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara,“ segir í tilkynningunni.