„Sjálfstraust er margslungið fyrirbæri,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
„Sjálfstraust er margslungið fyrirbæri,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
„Sjálfstraust er margslungið fyrirbæri,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
Hannes Þór, sem er fertugur, lagði skóna á hilluna haustið 2021 eftir afar farsælan feril þar sem hann var í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og fór á tvö stórmót með liðinu.
Hannes toppaði seint á ferlinum og skrifaði meðal annars undir sinn fyrsta atvinnumannasamning þegar hann var þrítugur.
„Sjálfstraust er áunnið og það er ekki hægt að ýta á einhvern takka bara og segjast ætla að vera með sjálfstraust í dag,“ sagði Hannes.
„Þú þarft ákveðna heppni líka. Ég lenti oft á því á ferlinum að lenda í dýfum en sérstaklega þegar leið á ferilinn vissi ég alltaf að þetta væri ekki krísa heldur meira tímabil sem ég þyrfti að komast í gegnum.
Þetta getur verið flókið, sérstaklega þegar þú ert að stíga þín fyrstu skref. Mín fyrstu skref í efstu deild og að lenda í því mótlæti sem ég lenti í, það þarf sjálfsvinnu til þess að komast í gegnum það og breitt bak,“ sagði Hannes meðal annars.