Engin breyting hefur orðið á veðurspánni fyrir aðfangadag og mega því landsmenn á vesturhelmingi landsins búast við leiðinda- og erfiðu ferðaveðri á morgun.
Engin breyting hefur orðið á veðurspánni fyrir aðfangadag og mega því landsmenn á vesturhelmingi landsins búast við leiðinda- og erfiðu ferðaveðri á morgun.
Engin breyting hefur orðið á veðurspánni fyrir aðfangadag og mega því landsmenn á vesturhelmingi landsins búast við leiðinda- og erfiðu ferðaveðri á morgun.
Þetta segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Nefnir hann að veðrið verði tiltölulega rólegt í nótt og að óveðrið sem herjað hefur á Norðurland, sérstaklega og Austurland, muni ganga niður.
Það byrji svo að hvessa aftur seinni partinn á morgun en þá meira á suður- og vesturlandi og verður þá dimm él annað kvöld.
„Það slær þá væntanlega í svona hvassviðrisstorm og það er hvassast í éljunum,“ segir Haraldur er hann er spurður um hve miklu hvassviðri megi búast við.
Segir Haraldur að því fylgi léleg skyggni og því verði erfitt ferðaveður.
Þá verður appelsínugul viðvörun á Suðurlandi, Faxaflóa og á Breiðafirði annað kvöld sem mun ná fram á jóladag en að honum loknum fer svo að draga úr veðrinu.
Landsmenn á norðaustanverðu landinu geta þó fagnað en að sögn Haraldar verður skásta veðrið á landinu á morgun í þeim landshluta.