Jólabjórinn að klárast

Bjórmenning | 23. desember 2024

Jólabjórinn að klárast

Óvenju mikil sala hefur verið á Tuborg-jólabjórnum í ár og nú er útlit fyrir að birgðirnar klárist fyrir jól. Eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins 14. desember hefur sala á jólabjór aukist lítillega á milli ára en hlutdeild Tuborg hefur aukist.

Jólabjórinn að klárast

Bjórmenning | 23. desember 2024

Mikil gleði var á J-daginn svokallaða þegar Tuborg-jólabjórinn fór í …
Mikil gleði var á J-daginn svokallaða þegar Tuborg-jólabjórinn fór í sölu. Nú er bjórinn að klárast í Vínbúðunum að sögn framleiðanda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvenju mikil sala hefur verið á Tuborg-jólabjórnum í ár og nú er útlit fyrir að birgðirnar klárist fyrir jól. Eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins 14. desember hefur sala á jólabjór aukist lítillega á milli ára en hlutdeild Tuborg hefur aukist.

Óvenju mikil sala hefur verið á Tuborg-jólabjórnum í ár og nú er útlit fyrir að birgðirnar klárist fyrir jól. Eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins 14. desember hefur sala á jólabjór aukist lítillega á milli ára en hlutdeild Tuborg hefur aukist.

Það verður að teljast athyglisvert í ljósi þess að síðustu ár hefur um helmingur alls selds jólabjórs í Vínbúðunum verið Tuborg Julebryg en nú ber svo við að hlutfallið er komið upp í 56%.

„Við seldum upp Tuborg-jólabjór hjá okkur í síðustu viku og fólk er farið að grípa í tómt í Vínbúðum í leit að glerinu og stóru dósinni. Enn þá má þó nálgast 33 cl dósir í helstu Vínbúðum landsins,“ segir Garðar Svansson, framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni. 

Þegar leitað var á vefverslun Vínbúðanna í morgun voru allar stóru dósirnar uppseldar og aðeins 39 flöskur fáanlegar á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar var þó nokkuð af flöskum enn fáanlegt á landsbyggðinni.

Flestar voru í Vestmannaeyjum, ríflega fimm hundruð talsins. Á Austurlandi voru hins vegar aðeins sex stykki til á Seyðisfirði. Landsmenn geta þó enn huggað sig við að talsvert virðist vera til af litlum Tuborg julebryg-dósum.

mbl.is/Ómar

„Þá er Gull lite jól einnig farinn að klárast í Vínbúðum en hann er sá jólabjór sem er að bæta langsamlega mestu við sig. Söluaukning Gull lite jól er tæp 30% frá fyrra ári og hafa um 52.000 lítrar selst út úr Vínbúðunum það sem af er tímabilinu.

Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem Gull Lite hefur yfirburða sölu á markaðnum almennt en þetta er þó hraðari vöxtur en við höfðum áætlað. Í samanburði við þetta er Tuborg að fara í um og yfir 400 þúsund lítrum í Vínbúðunum og fer nær 700 þúsund lítrum í heildina ef teknar eru allar gerðir útsölustaða.

Yfirburðir Tuborg eru auðvitað algjörir þegar kemur að jólabjórum eins og fyrri ár,“ segir Garðar. 

mbl.is