Leikkonan Þórey Birgisdóttir er landsmönnum kunn, sérstaklega yngstu kynslóðinni, eftir að hafa farið með hlutverk Láru í jólasýningunni Lára og Ljónsi, sem sýnd hefur verið við miklar vinsældir í kringum jólahátíðina síðastliðin fjögur ár á sviði Þjóðleikhússins. Sýningin byggir á Lárubókum Birgittu Haukdal.
Leikkonan Þórey Birgisdóttir er landsmönnum kunn, sérstaklega yngstu kynslóðinni, eftir að hafa farið með hlutverk Láru í jólasýningunni Lára og Ljónsi, sem sýnd hefur verið við miklar vinsældir í kringum jólahátíðina síðastliðin fjögur ár á sviði Þjóðleikhússins. Sýningin byggir á Lárubókum Birgittu Haukdal.
Leikkonan Þórey Birgisdóttir er landsmönnum kunn, sérstaklega yngstu kynslóðinni, eftir að hafa farið með hlutverk Láru í jólasýningunni Lára og Ljónsi, sem sýnd hefur verið við miklar vinsældir í kringum jólahátíðina síðastliðin fjögur ár á sviði Þjóðleikhússins. Sýningin byggir á Lárubókum Birgittu Haukdal.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þórey tekið þátt í fjölda uppfærslna, á höfuðborgarsvæðinu og einnig á landsbyggðinni, og vakið mikla athygli fyrir líflega sviðsframkomu sína. Þórey er þessa dagana á fullu að undirbúa frumsýningu á einleiknum Ífigenía í Ásbrú, sem hún bæði leikur í og framleiðir, en hann verður frumsýndur í Tjarnarbíói í byrjun næsta árs.
Þórey býr í Holtunum ásamt sambýlismanni sínum, Hákoni Jóhannessyni leikara, í huggulegri íbúð sem þau hafa umbreytt á síðustu árum og sagði blaðamanni aðeins frá framkvæmdaferlinu.
Þegar þið sáuð íbúðina, hvað var það sem heillaði?
„Íbúðin er vel skipulögð, opin og björt og hentar fullkomlega fyrir hundaeigendur, sem við erum, þar sem við opnum beint út í stóran garð. Svo má ekki gleyma staðsetningunni, við erum á miðsvæðinu en samt ekki alveg í miðbænum. Ég er alin upp í Grafarvogi og vön að bíða í umferð á leið í vinnuna. Það er því þægilegt að eiga möguleika á að geta labbað í vinnuna, en við búum jafnlangt frá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu.
Hvað varð til þess að þið fóruð út í framkvæmdir?
„Við ætluðum okkur ekkert að fara út í neinar framkvæmdir en það komu upp óvæntar aðstæður sem við þurftum að bregðast við og eftir það ákváðum við að snýta íbúðina og byggja hana upp eftir eigin höfði. Við tókum allt í gegn, fjarlægðum gólfefni, flísalögðum og rifum flest út nema baðkarið og klósettið sem fengu að vera áfram á sínum stað.“
Gerðuð þið þetta sjálf?
„Við gerðum margt sjálf en fengum fagmenn í þau verkefni sem við treystum okkur ekki í, eins og að flísaleggja. Það var samt margt sem við gátum lært og gert. Við vorum líka heppin og fengum góða hjálp frá vinum og vandamönnum.“
Voruð þið sammála með allar breytingarnar?
„Já, við vorum frekar sammála, nema með litinn á stofuveggnum. Hákon var að vísu harður á þessum rauða lit og eftir á að hyggja er ég mjög ánægð með að hafa látið eftir þar, ég elska rauða vegginn okkar í dag. Við erum með frekar líkan smekk og íbúðin endurspeglar smekk okkar beggja.“
Hvaðan fenguð þið innblástur?
„Við ákváðum að reyna að færa tíðarandann á útliti hússins inn í íbúðina. Húsið var byggt árið 1945 og er stíllinn mikið til í anda fimmta áratugarins. Í íbúðinni má meðal annars sjá gamaldags vask og blöndunartæki, auðvitað í bland við nútímalegri hluti.“
Hvernig lýsir þú stílnum?
„Ég myndi segja að hann væri fyrst og fremst huggulegur. Ég er heimakær manneskja og vil hafa kósí í kringum mig. Stíllinn er því klassískur kósí.“
Hvaða hlutir finnst þér gera hús að heimili?
„Mér finnst lýsing skipta miklu máli, falleg birta getur breytt andrúmsloftinu á augabragði. Málverk og aðrir listmunir gera líka mikið að mínu mati. Við erum með blómamálverk eftir Ými Grönvold í forstofunni sem ég algjörlega elska. Ég keypti það fyrir nokkrum árum, á Þorláksmessu, á listasýningu Ýmis í Iðnó. Ég sé ekki eftir þessum kaupum og er strax byrjuð að safna fyrir næsta málverki.“
Hvenær reiknar þú með að þið ljúkið framkvæmdunum?
„Það eru enn þá nokkrir hlutir eftir. Það er „rustic” burðarbiti í loftinu sem á eftir að ganga frá, en við ætlum að hafa hann, það á bara eftir að snyrta svæðið í kring. Það eru þó nokkur lítil verkefni á stefnuskránni. Það er alltaf eitthvað.“
Hvað kom þér á óvart í framkvæmdaferlinu?
„Örugglega hvað margt getur farið úrskeiðis í ferlinu. Þegar við vorum nánast búin að klára það helsta þá þurftum að kaupa hurð á baðherbergið, eitthvað sem allir þurfa og vonandi vilja hafa. Við vorum í langan tíma með pappaspjald og settum tónlist á fóninn þegar við eða aðrir þurftu að fara á salernið. Þegar við fórum í það að redda hurð þá kom í ljós að hurðargatið var of lítið fyrir hurðina sem við ætluðum okkur að kaupa og þurfti því að stækka það. Við höfðum samband við múrara sem kom og stækkaði hurðargatið en þá kom í ljós gömul lögn, raflögn, sem var ekki hægt að ýta upp. Þá þurftum við að kalla út rafvirkja til að koma og saga þessa lögn, leggja nýja lögn og brjóta enn hærra upp. Eftir fjölmargar heimsóknir rafvirkja og múrara héldum við loksins í búðina til að kaupa hurðina en þá var hún uppseld. Við hefðum því verið fljótari að sérpanta hurð, en við bara biðum og héldum áfram að nota pappaspjaldið góða.”
Hvernig tóku gestir og gangandi við pappaspjaldinu?
„Fólki fannst þetta spennandi en við sögðum því að ef það þyrfti að skíta þá mætti það nota klósettið heima hjá sér. Við gáfum fólki smá viðvörun en jafnframt tvo spennandi valkosti. Ég mæli með þessu fyrir þau sem vilja styrkja samband sitt við vini og vandamenn.“
Hvaða rými er í uppáhaldi?
„Það er stofan. Við höngum þar mest, þar er spilað á píanó, sungið og horft á sjónvarpið.“
Er mikið af söngstundum í stofunni?
„Já, það kemur alveg fyrir. Hér er spilað og sungið, stundum dansað og hoppað.“
Áttu uppáhalds húsgagn?
„Sko, það er nú eiginlega bara allt hérna inni. Ég held ekki fast í einhverja hluti, mér þykir vænt um það sem ég á en ég er ekki haldin tilfinningalegum böndum. Mamma hefur alltaf sagt: „Hlutir eru bara hlutir, maður á að nota þá“. Við erum til að mynda með sparistell foreldra minna sem þau fengu í brúðargjöf, stell sem var einungis tekið fram á hátíðisdögum, en ég og Hákon notum það dagsdaglega. Ef eitthvað brotnar, þá brotnar það bara. Við erum mjög róleg þegar kemur að slíku.“
Skiptir verðmiðinn máli?
„Nei, það finnst mér ekki. Ég pæli frekar í fegurð og notagildi. Við erum með mjög mikið af hlutum sem við höfum fengið héðan og þaðan. Ég spái ekki mikið í verðmiðann.“
Viltu frekar hafa einstaka hluti?
„Mér finnst ekkert spennandi að eiga hluti sem allir eiga, ef það er eitthvað sem er rosalega vinsælt, þá er það oft „turn-off” fyrir mig. Ég reyni allavega ekki að elta tískustrauma þó svo kannski ósjálfrátt geri maður það á einn eða annan hátt. Helst vil ég bara eiga fallega hluti sem endast.“
Eruð þið dugleg að bjóða heim?
„Já, við erum það. Á gamla staðnum sem við bjuggum var bara pláss fyrir lítið eldhúsborð en hér erum við með langborð og getum því boðið fleirum í matarboð. Jólin verða einmitt haldin hjá okkur í ár og erum við Hákon á fullu að undirbúa.“
Þórey mun hefja nýja árið í Tjarnarbíó þegar sýning hennar, Ífigenía í Ásbrú, verður frumsýnd.
Geturðu sagt mér aðeins frá verkinu?
„Þetta er breskt verðlaunaverk sem heitir á ensku Iphigenia in Splott og hefur verið sett upp víða um heim. Ég las leikritið í miðjum kórónuveirufaraldri, en eitt af meginþemum verksins er heilbrigðismál, og hugsaði bara með mér: „Af hverju er enginn að setja upp þetta verk?”
Án þess að segja of mikið þá í stuttu máli fjallar verkið um Ífí, stelpuna sem þú tekur sveig fram hjá þegar þú mætir henni hauslausri fyrir hádegi. En það sem þú veist ekki er að þú stendur í ævilangri þakkarskuld við hana. Og nú er komið að skuldadögum.
Anna María Tómasdóttir leikstýrir og nú hefur verkið verið bæði þýtt og staðfært, og loksins eftir langa meðgöngu er Ífigenía mætt til Íslands, leigir herbergi á Ásbrú og gerir allt vitlaust á Suðurnesjunum.”
Í tilefni jólanna deildi Þórey gómsætri uppskrift að ómótstæðilegri köku fyrir jólaboðið nú eða áramótaveisluna.
„Jólamaturinn hjá fjölskyldunni minni hefur alltaf verið með amerískum brag, en sú hefð kemur frá langömmu minni, Anastasiu, sem flutti til Íslands árð 1946. Þessi uppskrift er frá henni og köllum við kökuna „Stasiu-köku“.
Ath! Uppskriftin notast við bolla en einn bolli er 2,3 dl.
Kökubotn
Aðferð
Hráefni er sett í hrærivél í þessari röð og blönduð.
Kakan er sett í smurt form og inn í 180 gráðu heitan ofn í 15 mínútur eða þar til kakan hefur tekið lit og bökuð í gegn.
Krem
Kreminu er hellt yfir kökuna þegar hún hefur kólnað dálítið.
Gott er að bera fram með berjum og rjóma.