Öðrum leik karlaliðs Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik hefur verið frestað vegna mannskæðrar árásar á jólamarkað í borginni fyrir helgi.
Öðrum leik karlaliðs Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik hefur verið frestað vegna mannskæðrar árásar á jólamarkað í borginni fyrir helgi.
Öðrum leik karlaliðs Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik hefur verið frestað vegna mannskæðrar árásar á jólamarkað í borginni fyrir helgi.
Fimm létust og 200 særðust, þar af 41 alvarlega, þegar Taleb Jawad al Abdulmohsen ók BMW-bifreið sinni inn í mannfjölda á jólamarkaði í Magdeburg á föstudagskvöld.
Af þeim sökum var leik Magdeburg gegn Eisenach í deildinni, sem átti að fara fram í gær, frestað.
Í dag tilkynnti félagið ásamt þýsku deildinni að öðrum leik liðsins hefði verið frestað, leik gegn Erlangen sem átti að fara fram á öðrum degi jóla næstkomandi fimmtudag.
Íslensku landsliðsmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika báðir með Magdeburg.