Traustur vinur Trumps sakaður um að sofa hjá barni

Traustur vinur Trumps sakaður um að sofa hjá barni

Matt Gaetz, traustur stuðningsmaður Donalds Trumps og fyrrverandi þingmaður í bandarísku fulltrúadeildinni, er sakaður um að hafa „reglulega“ borgað fyrir kynlíf, neytt ólöglegra eiturlyfja og stundað kynlíf með 17 ára stúlku, samkvæmt því sem kemur fram í skýrsludrögum frá siðanefnd fulltrúadeildarinnar.

Traustur vinur Trumps sakaður um að sofa hjá barni

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 23. desember 2024

Matt Gaetz ræðir við blaðamenn fyrir utan þinghúsið.
Matt Gaetz ræðir við blaðamenn fyrir utan þinghúsið. AFP/Saul Loeb

Matt Gaetz, traustur stuðningsmaður Donalds Trumps og fyrrverandi þingmaður í bandarísku fulltrúadeildinni, er sakaður um að hafa „reglulega“ borgað fyrir kynlíf, neytt ólöglegra eiturlyfja og stundað kynlíf með 17 ára stúlku, samkvæmt því sem kemur fram í skýrsludrögum frá siðanefnd fulltrúadeildarinnar.

Matt Gaetz, traustur stuðningsmaður Donalds Trumps og fyrrverandi þingmaður í bandarísku fulltrúadeildinni, er sakaður um að hafa „reglulega“ borgað fyrir kynlíf, neytt ólöglegra eiturlyfja og stundað kynlíf með 17 ára stúlku, samkvæmt því sem kemur fram í skýrsludrögum frá siðanefnd fulltrúadeildarinnar.

Í skýrslunni kemur fram að meintar gjörðir Gaetz – sem Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hafði ætlað sér að skipa sem dómsmálaráðherra áður en Gaetz hætti við – hafi framið kynferðisbrot, þ. á m. brotið gegn lögum um nauðgun í Flórídaríki, og brotið gegn lögum fulltrúadeildarinnar. New York Times greinir frá.

Þó tekur nefndin fram í drögum sínum að hún hafi ekki fundið fullnægjandi sönnunargögn sem bentu til þess að Gaetz hefði brotið lög um kynlífsmansal.

Trump hafði til­kynnt í nóvember að hann hygðist til­nefna Gaetz sem dómsmálaráðherra en þær ráðagerðir hafa mætt nokk­urri and­stöðu, ekki síst þar sem Gaetz hafði verið sakaður um að greiða sautján ára stúlku fyr­ir kyn­líf í Flórída, sem sam­kvæmt lög­um rík­is­ins yrði talið sem nauðgun. Gaetz hætti því við að sækj­ast eft­ir út­nefn­ingu í embættið.

Kókaín og e-pillur

Í skýrslunni kemur fram að á árunum 2017-2020 hafi Gaetz „reglulega borgað konum fyrir að eiga við sig kynmök“ og árið 2017 „átt kynmökum við 17 ára stúlku“.

Þá segir enn fremur að Gaetz hafi í mörgum tilvikum haft ólögleg eiturlyf í vörslu sinni og neytt þeirra, þar á meðal kókaín og alsælu.

Búist er við því að skýrslan verði gefin út í dag, en í drögunum kemur fram að formaður nefndarinnar, sem er samflokksmaður Gaetz í Repúblikanaflokkunm, hafi mælt gegn birtingu hennar.

mbl.is