„Ég var mjög tvístígandi með þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
„Ég var mjög tvístígandi með þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
„Ég var mjög tvístígandi með þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
Hannes Þór, sem er fertugur, lagði skóna á hilluna haustið 2021 eftir afar farsælan feril þar sem hann var í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og fór á tvö stórmót með liðinu.
Hannes Þór gaf út ævisögu sína á dögunum, Handritið mitt, en ferill hans hefur veitt mörgum innblástur í gegnum tíðina.
„Það er eitt að fara í hlaðvarp og spjalla um hluti og svo allt annað að pakka lífi sínu inn í bók og sjá það það svo á heilu vörubretti,“ sagði Hannes.
„Þetta er sjálfhverfa á hæsta stigi en það er samt þannig að þetta tíðkast og því hefur oft verið gaukað að mér að þessi saga mín og ferðalag sé mjög óhefðbundið.
Það er margt í því sem þykir áhugavert og hvetjandi fyrir fólk sem er að ganga í gengum einhverskonar hraðahindranir í sínu lífi,“ sagði Hannes meðal annars.