Strandveiðar „efnahagsleg sóun“

Strandveiðar | 24. desember 2024

Strandveiðar „efnahagsleg sóun“

Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og fjármála- og efnahagsráðherra nýrrar ríkisstjórnar, skrifaði ásamt fjórum öðrum hagfræðingum grein þar sem strandveiðar voru bornar saman við veiðar undir aflamarkskerfi eins og því sem notað er til að stjórna öðrum veiðum hér við land. Greinin var birt árið 2021 í ritinu Regional Studies in Marine Science og þar segir að Ísland hafi árið 2009 tekið upp strandveiðar fyrir litla báta þar sem allir hafi opinn aðgang.

Strandveiðar „efnahagsleg sóun“

Strandveiðar | 24. desember 2024

Daði Már er nýr fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már er nýr fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eyþór

Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og fjármála- og efnahagsráðherra nýrrar ríkisstjórnar, skrifaði ásamt fjórum öðrum hagfræðingum grein þar sem strandveiðar voru bornar saman við veiðar undir aflamarkskerfi eins og því sem notað er til að stjórna öðrum veiðum hér við land. Greinin var birt árið 2021 í ritinu Regional Studies in Marine Science og þar segir að Ísland hafi árið 2009 tekið upp strandveiðar fyrir litla báta þar sem allir hafi opinn aðgang.

Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og fjármála- og efnahagsráðherra nýrrar ríkisstjórnar, skrifaði ásamt fjórum öðrum hagfræðingum grein þar sem strandveiðar voru bornar saman við veiðar undir aflamarkskerfi eins og því sem notað er til að stjórna öðrum veiðum hér við land. Greinin var birt árið 2021 í ritinu Regional Studies in Marine Science og þar segir að Ísland hafi árið 2009 tekið upp strandveiðar fyrir litla báta þar sem allir hafi opinn aðgang.

Í greininni segir að niðurstaða rannsóknar höfunda sé eins og við mætti búast, að strandveiðarnar séu að meðaltali óarðbærar. Þar segir einnig að „strandveiðarnar séu ekki efnahagslega skynsamlegar vegna þess að það væri mun ódýrara að veiða fiskinn með skipum sem þegar eru innan aflamarkskerfisins.“ Fiskveiðar í því kerfi séu hagkvæmar. Þar að auki sé megnið af aflanum í strandveiðunum þorskur, sem sé enn hagkvæmari í aflamarkskerfinu en flestar aðrar tegundir. „Strandveiðar eru þess vegna efnahagsleg sóun,“ segir í greininni. Þar segir ennfremur að þó að óljóst sé og kalli á frekari rannsókn hversu mikil sóunin sé, þá sé hún umtalsverð.

Ný ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni að fjölga veiðidögum í strandveiðikerfinu og hyggst tryggja 48 daga til strandveiða á ári, sem er veruleg aukning frá því sem verið hefur.

mbl.is