Hátt í 200 manns í jólamat hjá Samhjálp

Samhjálp | 25. desember 2024

Hátt í 200 manns í jólamat hjá Samhjálp

Hátt í 200 manns komu í gær, aðfangadag, á kaffistofu Samhjálpar og þáðu jólamat. Opið verður á kaffistofunni í dag, jóladag, frá 10-14 og hefur verið erilsamt það sem af er degi. 

Hátt í 200 manns í jólamat hjá Samhjálp

Samhjálp | 25. desember 2024

Erilsamt hefur verið á kaffistofu Samhjálpar í dag.
Erilsamt hefur verið á kaffistofu Samhjálpar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Hátt í 200 manns komu í gær, aðfangadag, á kaffistofu Samhjálpar og þáðu jólamat. Opið verður á kaffistofunni í dag, jóladag, frá 10-14 og hefur verið erilsamt það sem af er degi. 

Hátt í 200 manns komu í gær, aðfangadag, á kaffistofu Samhjálpar og þáðu jólamat. Opið verður á kaffistofunni í dag, jóladag, frá 10-14 og hefur verið erilsamt það sem af er degi. 

Þetta segir Linda Sif Magnúsdóttir, forstöðukona kaffistofu Samhjálpar, í samtali við mbl.is. Hún segir að það hafi verið mjög hátíðleg stund í gær þegar fólk kom saman og borðaði jólamat en boðið var upp á hamborgarhrygg, lambakjöt, brúnaðar kartöflur og meðlæti.

Eins og fyrr segir hefur verið töluvert af fólki á kaffistofunni í dag en Linda gerir ráð fyrir því að fjöldinn verði svipaður og í gær. Í dag verður sömuleiðis boðið upp á hátíðarmat og er kalkúnn, hangikjöt, uppstúf og meðlæti á boðstólnum. 

Boðið var upp á hamborgarahrygg, lambakjöt og meðlæti.
Boðið var upp á hamborgarahrygg, lambakjöt og meðlæti. mbl.is/Árni Sæberg

Styrkirnir mikilvægir

Skjólstæðingar Samhjálpar búa oft við erfiðar félagslegar aðstæður, sárafátækt og jafnvel heimilisleysi. Oft og tíðum er jólamáltíðin á vegum Samhjálpar sú eina sem skjólstæðingar þeirra fá það árið og skiptir framtakið því kúnnahóp Samhjálpar miklu máli.

Kaffistofa Samhjálpar er að miklu leyti rekin með styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum en undanfarin ár hefur Samhjálp staðið fyrir átakinu „gefðu máltíð“ þar sem biðlað er til landsmanna sem geta að gefa jólamáltíð. 

Linda segir að átakið hafi gengið mjög vel í ár og að þau hafi fengið fjöldann allan af styrkjum. 

„Við værum ekki með opnar dyr nema út af öllum þeim styrkjum.“

mbl.is