Þjóðvegur 1 er sem stendur opinn umferð um allt land. Til stendur að loka Holtavörðuheiðinni klukkan 19.30 í kvöld.
Þjóðvegur 1 er sem stendur opinn umferð um allt land. Til stendur að loka Holtavörðuheiðinni klukkan 19.30 í kvöld.
Þjóðvegur 1 er sem stendur opinn umferð um allt land. Til stendur að loka Holtavörðuheiðinni klukkan 19.30 í kvöld.
Verður það gert vegna öryggisástæðna og slæms veðurútlits, að því er segir á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.
Vegurinn um Öxnadalsheiði er opinn en þar er unnið að mokstri.
Á Vestfjörðum er enn nokkuð um lokanir og er hálka eða snjóþekja á flestum vegum.
Veginum um Súðavíkurhlíð hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Ófært er í Ísafjarðardjúpi milli Súðavíkur og Skötulfjarðar. Þar verður ekki mokað í dag.
Dynjandisheiði er fær en líkur eru á því að hún verði aftur ófær.
Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Austurlandi og er ófært um Breiðdalsheiði og Öxi.