Ofmat á áhrifum laxalúsar veldur skaða

Fiskeldi | 26. desember 2024

Ofmat á áhrifum laxalúsar veldur skaða

Ofmat á áhrifum laxalúsar á villtan atlantshafslax getur beinlínis skaðað villta laxastofna. Dregur það úr hvata til að skoða aðrar breytur í vistkerfinu og kemur þannig í veg fyrir að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana í þágu villta laxins.

Ofmat á áhrifum laxalúsar veldur skaða

Fiskeldi | 26. desember 2024

Talið er að áhrif laxalúsar frá sjókvíaeldi á villta laxa …
Talið er að áhrif laxalúsar frá sjókvíaeldi á villta laxa séu ofmetin. Slíkt ofmat gæti skaðað villtu laxana frekar en að vernda þá. Ljósmynd/Havforkningsinstituttet/Frode Oppedal

Ofmat á áhrifum laxalúsar á villtan atlantshafslax getur beinlínis skaðað villta laxastofna. Dregur það úr hvata til að skoða aðrar breytur í vistkerfinu og kemur þannig í veg fyrir að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana í þágu villta laxins.

Ofmat á áhrifum laxalúsar á villtan atlantshafslax getur beinlínis skaðað villta laxastofna. Dregur það úr hvata til að skoða aðrar breytur í vistkerfinu og kemur þannig í veg fyrir að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana í þágu villta laxins.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umfangsmikilli fræðilegri úttekt á norska laxeldisstjórnunarkerfinu sem birt var í vísindatímaritinu Reviews in Aquaculture og fjallað var um í desemberblaði 200 mílna.

Nýtt eftirlitskerfi, svokallað umferðarljósakerfi (TLS), var innleitt í Noregi árið 2017 og var markmiðið að stjórna vexti laxeldis út frá áætluðum áhrifum laxalúsar úr fiskeldi á lifun villtra atlantshafslaxa.

Í vísindagreininni eftir Solveig van Nes, Albert Kjartan Dagbjartarson Imsland og Simon R.M. Jones kemur fram mikil ónákvæmni sé í TLS-kerfinu sem þeir telja líklegt að valdi því að áhrif laxalúsar á villtan lax séu ofmetin.

Fram kemur að ofmat á neikvæðum áhrifum laxalúsar frá fiskeldisstöðvum gæti haft öfug áhrif á verndun villtra laxa þar sem aðrar mikilvægar breytur í lifun laxa gætu því verið vanmetnar.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í desemberblaði 200 mílna.

mbl.is