Vinsælustu töskur í heimi frá árinu 2000

Fatastíllinn | 26. desember 2024

Vinsælustu töskur í heimi frá árinu 2000

Töskur eru meira en fylgihlutur á handlegg þeirra sem elska tísku. Þær eru praktík, geymsla fyrir það sem þú þarft að hafa með þér yfir daginn. Hátískumerkin hafa þó keppst við síðustu ár að hanna vinsælustu töskuna, svokallaða „it-bags“ sem stjörnur, áhrifavaldar og almenningur missa sig yfir.

Vinsælustu töskur í heimi frá árinu 2000

Fatastíllinn | 26. desember 2024

Balenciaga City, Chanel 2.55, Fendy Spy Bag og Dior Saddle …
Balenciaga City, Chanel 2.55, Fendy Spy Bag og Dior Saddle Bag. Samsett mynd/Instagram

Töskur eru meira en fylgihlutur á handlegg þeirra sem elska tísku. Þær eru praktík, geymsla fyrir það sem þú þarft að hafa með þér yfir daginn. Hátískumerkin hafa þó keppst við síðustu ár að hanna vinsælustu töskuna, svokallaða „it-bags“ sem stjörnur, áhrifavaldar og almenningur missa sig yfir.

Töskur eru meira en fylgihlutur á handlegg þeirra sem elska tísku. Þær eru praktík, geymsla fyrir það sem þú þarft að hafa með þér yfir daginn. Hátískumerkin hafa þó keppst við síðustu ár að hanna vinsælustu töskuna, svokallaða „it-bags“ sem stjörnur, áhrifavaldar og almenningur missa sig yfir.

Útlit þeirra endurspeglar tíðaranda hvers árs fyrir sig, hvernig föt voru í tísku, hverju var fólk að leita að, var það nostalgía eða meiri módernismi? Hvernig var taskan notuð, til og frá vinnu eða aðeins í kokteilboð? Þarf taskan að gegna báðum hlutverkum?

Töskur frá hátískuhúsum kosta yfirleitt annan handlegginn, sumar hátt í báða en það er ómögulegt því það þarf að geta haldið á gripnum. En ef þær eru vel gerðar þá eru þær lífsstíðareign, eldast vel og detta ekki úr tísku eins og sagt er.

Þessum lista yfir vinsælustu töskur frá árinu 2000 fylgir mikil nostalgía. Eftir töskum sem maður sá á vel klæddum konum í helstu stórborgum heims og óskaði þess að geta keypt sér. Aðrir lögðu fyrir og fjárfestu í draumatöskunni. Nokkrar af töskunum á þessum lista eru hættar í framleiðslu og seljast á ofsaháu verði á endursölusíðum. Töskur eins og Balenciaga City Bag sem var hvað vinsælust í kringum árið 2001 var með þvílíka endurkomu í sumar og því um klassískan grip að ræða þó að hún hafi sinn karakter. Tískan fer nú yfirleitt í hringi, allavega rjóminn af henni.

2000: Dior Saddle Bag

Taskan er hönnuð af John Galliano fyrir franska hátískuhúsið Dior og vakti strax athygli fyrir áhugaverða lögunina. Innblásturinn að töskunni kom frá hnökkum fyrir hesta. Taskan birtist í Sex & The City og var það Sarah Jessica Parker sem lék Carrie sem var með töskuna. Saddle Bag datt úr tísku en kom aftur með miklum hraða aftur inn í tískuheiminn árið 2018 og er algjörlega tímalaus gripur. 

Dior Saddle Bag frá árinu 2000.
Dior Saddle Bag frá árinu 2000.

2001: Balenciaga City Bag

Taskan er hönnun Nicoles Ghesquiére varð strax vinsæl vegna þess hversu góð hversdagstaska hún er. Hún er skreytt álpinnum, mjúkum handföngum og eyddu leðri. Taskan er praktísk, elegant og töffaraleg sem var einmitt það sem fólk var að leita af á þessum tíma. Hún fór vel við bóhemtískuna sem var ríkjandi á þessum tíma og sást ofurfyrirsætan Kate Moss oft með töskuna. Í sumar varð hún gríðarlega vinsæl aftur og án efa margir sem grófu sína gömlu aftur upp. 

Balenciaga City Bag.
Balenciaga City Bag.

2002: Louis Vuitton Multicolor Speedy Bag

Þetta var samvinnuverkefni á milli fatahönnuðarins Marc Jacobs og listamannsins Takashi Murakami. Þeir breyttu klassísku Speedy-töskunni og gerðu hana litskrúðugari sem gladdi tískuunnendur mikið. Taskan sást á áhrifavöldum og stórstjörnum um allan heim og er afrakstur eins árangursríkasta samstarfs tísku- og listaheimsins. 

Louis Vuitton Multicolour Speedy Bag.
Louis Vuitton Multicolour Speedy Bag.

2003: Fendi Spy Bag

Fléttuð handföng sem öskruðu lúxus einkenndi töskuna þegar hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið. Taskan þótti áhugaverð vegna þess að hún var með leynihólfum- og vösum. Stjörnur eins og Madonna og Kim Kardashian sáust oft með töskuna og enn þann dag í dag selst hún hratt upp á endursölusíðum. Taskan var hönnuð af Silviu Fendi og markaði þáttaskil í rekstri Fendi-tískuhússins og kom fylgihlutunum þeirra á kortið.

Fendi Spy Bag.
Fendi Spy Bag.

2004: Paddington Bag frá Chloé

Taska sem margir ættu að muna eftir og þá aðallega vegna lásnum sem hékk á henni. Taskan varð svo vinsæl og biðlistarnir eftir að geta keypt töskuna nánast endalausir. Taskan þótti praktísk, með bóhemútliti og var hönnuð af Phoebe Philo. 

Chloé Paddington Bag.
Chloé Paddington Bag.

2005: YSL Muse Bag

Tímalaus og elegant, ekta Yves Saint Laurent. Taskan þótti mjög fáguð og heillaði konur eins og Kate Moss og Angelinu Jolie. Taskan var praktísk, ekki of æpandi og áberandi. „Hljóðlaus“ lúxus eins og einhverjir myndu orða það.

YSL Muse Bag.
YSL Muse Bag.

2006: Marc Jacobs Stam Bag

Töskunni var gefið nafnið eftir fyrirsætunni Jessicu Stam. Taskan er stungin með gullkeðju. Jacobs var undir áhrifum frá áttunda áratugnum við hönnunina. Stjörnur eins og Lindsay Lohan og Paris Hilton sáust oft með töskuna.

Marc Jacobs Stam Bag.
Marc Jacobs Stam Bag.

2007: Chanel 2.55

Endurútgáfa frá Chanel í tilefni af fimmtíu ára „afmæli“ 2.55 töskunnar frá franska hátískuhúsinu. Endurútgáfan sannaði það að gripur getur farið kynslóða á milli án þess að missa sjarma sinn. Taskan var endurgerð í upphaflegu útliti, með fræga Mademoiselle -lás og keðju. Taskan heillaði alla þá sem voru eftir tímalausri tösku.

Chanel 2.55.
Chanel 2.55.

2008: Proenza Schouler PS1 Bag

Hönnuð fyrir uppteknar konur sem ferðast oft á milli mismunandi staða. Innblásturinn af töskunni var gamaldagsskólataska og varð hún strax gríðarlega vinsæl um allan heim. Taskan þótti vel gerð, var minimalísk og kom í mörgum mismunandi litum og nokkrum stærðum.

Proenza Schouler PS1.
Proenza Schouler PS1.

2009: Mulberry Alexa Bag

Alexa Chung, fyrirsæta og tískustjarna, var innblásturinn af þessari tösku. Taskan þótti flott til að nota hversdagslega. Upphaflega voru það mikið af ungum konum sem heilluðust af töskunni sem var bæði praktísk og flott. Þessi taska varð gríðarlega vinsæl og var ein mest selda vara Mulberry í mörg ár. 

Mulberry Alexa.
Mulberry Alexa.

2010: Celine Luggage Tote

Önnur taska á þessum lista eftir einn farsælasta fatahönnuð síðari ára, Phoebe Philo. Taskan var hönnuð sem praktískur listmunur og voru fjölmargir æstir í að eignast þessa tösku. Taskan kom í  mörgum útgáfum, leðri, ullarefni og meira að segja úr snákaskinni. Þetta er sú taska sem Philo er hvað frægust fyrir að hafa hannað.

Celine Luggage Tote.
Celine Luggage Tote.

2011: Givenchy Antigona Bag

Nútímaleg og kraftmikil taska fyrir konur á þeim tíma. Hún var hönnuð af Riccardo Tisci og varð fljótt mjög klassísk eign. Taskan þótti henta vel til hversdagsnota en einnig við fínni tilefni.

Givenchy Antigona Bag.
Givenchy Antigona Bag.

2012: Louis Vuitton Neverfull

Vinsældir töskunnar náðu hámarki í kringum árið 2012 og varð taska fyrir þær sem leituðu af praktískri týpu sem mikið notagildi væri í. Það sló í gegn að hægt var að gera töskuna persónulegri, láta upphafsstafi sína á töskuna og velja um fóður. Taskan sneri aftur á árinu 2024 og er enn þann dag í dag einn mest seldi gripur tískuhússins.

Louis Vuitton Neverfull.
Louis Vuitton Neverfull.

2013: Saint Laurent Day Bag,

„Taska dagsins“ varð að nútímalegri og klassískri tösku sem passaði við margt. Tímalaust útlit hennar gerði hana fljótt að tösku sem flestar konur urðu að eignast.

Saint Laurent Day Bag.
Saint Laurent Day Bag.

2014: Chanel Boy Bag

Taskan sem komst fljótt á óskalista ansi margra þegar hún kom fyrst út. Taskan var hönnuð af Karl Lagerfeld og þótti töffaraleg og nútímalegri en aðrar töskur frá Chanel. Taskan heillaði fyrir að vera töff en á sama tíma mjög klassísk.

Chanel Boy Bag.
Chanel Boy Bag.

2015: Gucci Dionysus Bag

Alessandro Michele blés nýju lífi inn í ítalska tískuhúsið Gucci með Dionysus-töskunni. Tígrisklemman og bróderingarnar gerðu töskuna heillandi og mjög eftirsótta. Engin minimalismi var þarna við hönd heldur frekar maximalismi sem varð síðan stefna hans á þessum tíma hjá Gucci. 

Gucci Dionysus Bag.
Gucci Dionysus Bag.

2016: Loewe Puzzle Bag

Púsltaskan var hönnuð af Jonathan Anderson og er hönnuð á mjög tæknilegan hátt. Hún varð fljótt eftirsótt af þeim sem vildu aðeins öðruvísi fylgihlut í skápinn.

Loewe Puzzle Bag.
Loewe Puzzle Bag.

2017: Dior Book Tote

Stóra taskan sem flestir hentu öllu dótinu sínu í varð fljótt að lúxusfylgihlut þegar franska tískuhúsið Christian Dior gerði sína útgáfu. Taskan var hönnuð fyrir fólk á ferðinni og var mynstruð, oftast dökkblá og kremlituð. Stórstjörnur eins og Rihanna sáust mikið með hana sem hefur eflaust aukið vinsældir töskunnar. Það var hægt að gera töskuna persónulegri og skipta út „Christian Dior“ fyrir nafnið sitt. 

Christian Dior Book Tote.
Christian Dior Book Tote.

2018: Chanel Gabrielle Bag

Þetta er þriðja Chanel-taskan á listanum en töskurnar frá hátískuhúsinu hafa gjarnan verið eftirsóttar í gegnum tíðina. Gabrielle-taskan var hönnuð með Gabrielle Chanel í huga og er einstök, margnota og býður upp á nokkra möguleika með hvernig á að halda á henni. Útlitið er svolítið rokkað og varð taskan fljótt vinsæl.

Chanel Gabrielle Bag.
Chanel Gabrielle Bag.

2019: Bottega Veneta Pouch Bag

Þessi taska var gjörsamlega út um allt og var notuð af stórstjörnum og áhrifavöldum. Taskan er minimalískt úr gæðamiklu leðri og kom Bottega Veneta á kortið aftur undir listrænni stjórn Daniel Lee. Þetta er klassísk taska sem er enn vinsæl hjá tískuhúsinu. Ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley var dugleg að birta myndir af sér á Instagram með töskuna og gerir enn.

Bottega Veneta Pouch Bag.
Bottega Veneta Pouch Bag.

2020: Telfar Shopping Bag

Líklega eina taskan á þessum lista sem er á viðráðanlegu verði fyrir flesta. Töskunni var fagnað fyrir útlit og verð. Hún er mínimalisk og praktísk og sást mikið af þeim sem sóttu tískuvikurnar um allan heim. Leikkonan Zoë Kravitz og Dua Lipa voru miklir aðdáaendur töskunnar.

Telfar Shopping Bag.
Telfar Shopping Bag.

2021: Prada Cleo Bag

Á þessum árum var Prada eitt vinsælasta tískuhús í heiminum. Cleo-taskan var mínimalisk en minnti svolítið á tísku tíunda áratugarins og var mest áberandi í svörtu, glansandi leðri. 

Prada Cleo Bag.
Prada Cleo Bag.

2022: Balenciaga La Cagole Bag

La Cagole var einhverskonar endurútgáfa af City-töskunni sem var vinsælust árið 2001 og sett í enn meiri rokk- og nútímalegri búning. Taskan var fyrir þá sem þorðu að bera þennan áberandi fylgihlut og var mjög vinsæl hjá áhrifavöldum. 

Balenciaga La Cagole.
Balenciaga La Cagole.

2023: Miu Miu Wander Quilted Bag

Wander-taskan var stungin og formið hringlaga. Það má annað hvort skella töskunni á öxlina eða halda á henni en þetta varð fljótt mjög vinsæl taska frá „litlu systur“ ítalska tískuhússins Prada. Taskan er vinsæl enn þá í dag og er notuð af stjörnum eins og Hailey Bieber.

Miu Miu Wander Quilt Bag.
Miu Miu Wander Quilt Bag.


2024: Gucci Horsebit Chain Bag

Gucci Horsebit frá árinu 1995 var endurútgefin í kringum árið 2020 með vísanir í hönnun tískuhússins upphaflega í kringum hestafólk. Taskan er tímalaus, klassísk og gengur upp sama hvaða árið er. Alessandro Michele gerði nýrri útgáfu af klassískri tösku og lék sér að áferð og litum. 

Gucci Horsebit Chain Bag.
Gucci Horsebit Chain Bag.
mbl.is