300 tonn af búslóðum Grindvíkinga beint á haugana

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 27. desember 2024

300-400 tonn af búslóðum Grindvíkinga beint á haugana

„Það er kominn tími til að treysta Grindvíkingum fyrir Grindavík,“ segir framkvæmdastjóri útgerðafyrirtækisins Vísis. Hann sakar stjórnendur fasteignafélagsins Þórkötlu um að hafa tekið „rangar ákvarðanir“ og sett Grindvíkingum strangar kvaðir.

300-400 tonn af búslóðum Grindvíkinga beint á haugana

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 27. desember 2024

„Á haugana eina í Grindavík fóru á milli þrjú og …
„Á haugana eina í Grindavík fóru á milli þrjú og fjögur hundruð tonn af búslóðum,“ skrifar Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. Eggert Jóhannesson

„Það er kominn tími til að treysta Grindvíkingum fyrir Grindavík,“ segir framkvæmdastjóri útgerðafyrirtækisins Vísis. Hann sakar stjórnendur fasteignafélagsins Þórkötlu um að hafa tekið „rangar ákvarðanir“ og sett Grindvíkingum strangar kvaðir.

„Það er kominn tími til að treysta Grindvíkingum fyrir Grindavík,“ segir framkvæmdastjóri útgerðafyrirtækisins Vísis. Hann sakar stjórnendur fasteignafélagsins Þórkötlu um að hafa tekið „rangar ákvarðanir“ og sett Grindvíkingum strangar kvaðir.

Þórkatla, sem annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík, tilkynnti í nóvember að þeir sem hefðu selt ­félaginu hús sín í Grinda­vík gætu nú gert svokallaðan „hollvinasamning“ um af­not af hús­inu og greiða þá aðeins fyrir hita og rafmagn. Fólki væri aftur á móti ekki heimilt að dvelja þar yfir nótt.

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, gagnrýnir þetta og fleira í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að girt sé fyrir þann möguleika að fólk geti mátað sig við nýjan veruleika með því að gista tímabundið í heimabyggðinni.

Hann nefnir þrjár „rangar ákvarðanir“ sem stjórnendur Þórkötlu komu í gegn; sú fyrsta var að tilkynna að sá sem ekki myndi selja fyrir árslok 2024 myndi missa af tækifærinu, önnur var að við afhendingu fasteigna yrði að tæma allt úr húsunum að viðlögðum sektum vegna eyðingar þess sem skilið var eftir og sú þriðja var að heimila Grindvíkingum ekki að gista.

Tenging eiganda við húseign hafi slitnað

Enn fremur segir hann að hundruð tonn úr búslóðum Grindvíkinga hafi ratað á haugana, þar sem Grindvíkingum hafi þurft að tæma allt úr húsunum sínum.

„Á haugana eina í Grindavík fóru á milli þrjú og fjögur hundruð tonn af búslóðum,“ skrifar Pétur.

„Nógu erfitt var fyrir fólk að koma sér fyrir þó það væri ekki að leigja sér geymsluhúsnæði fyrir búslóð sem enginn vissi hvort myndi nýtast eða ekki. Með þessu slitnaði líka í mörgum tilvikum tenging eigenda við húseignina.“

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is