Ástin blómstrar hjá Steven og Guðnýju

Ný pör | 27. desember 2024

Ástin blómstrar hjá Steven og Guðnýju

Knattspyrnumaðurinn Steven Lennon og Guðný Ósk Ómarsdóttir eru nýtt par. Þessa dagana njóta þau rómantíkurinnar á Tenerife og deila ástinni með fylgjendum sínum á Instagram.

Ástin blómstrar hjá Steven og Guðnýju

Ný pör | 27. desember 2024

Guðný og Steven njóta nýrrar ástar í sólinni á Tenerife.
Guðný og Steven njóta nýrrar ástar í sólinni á Tenerife. Samsett mynd/Instagram

Knattspyrnumaðurinn Steven Lennon og Guðný Ósk Ómarsdóttir eru nýtt par. Þessa dagana njóta þau rómantíkurinnar á Tenerife og deila ástinni með fylgjendum sínum á Instagram.

Knattspyrnumaðurinn Steven Lennon og Guðný Ósk Ómarsdóttir eru nýtt par. Þessa dagana njóta þau rómantíkurinnar á Tenerife og deila ástinni með fylgjendum sínum á Instagram.

Steven Lennon er skoskur knattspyrnumaður og lék lengi með FH áður en hann var lánaður yfir til Þróttar um tíma. Hann lagði skóna á hilluna fyrr á árinu og starfar nú sem þjálfari hjá FH. Steven var áður í sambandi með Heiði Ósk Eggertsdóttur, förðunarfræðingi og eiganda Reykjavík Makeup School, og á með henni einn son.

Guðný Ósk starfar á skrifstofu en einhverjir kunna að muna eftir henni úr fegurðarsamkeppninni ungfrú Suðurland frá árinu 2011. Guðný var áður í sambandi með Eiði Aroni Sigurbjörnssyni knattspyrnumanni og á með honum tvö börn.

mbl.is