Björgunarsveitir eru nú á leiðinni á Vatnsskarð til þess að aðstoða ökumenn um 20 bifreiða sem eru þar í vanda.
Björgunarsveitir eru nú á leiðinni á Vatnsskarð til þess að aðstoða ökumenn um 20 bifreiða sem eru þar í vanda.
Björgunarsveitir eru nú á leiðinni á Vatnsskarð til þess að aðstoða ökumenn um 20 bifreiða sem eru þar í vanda.
Búið er að loka Vatnsskarði og Holtavörðuheiði, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
Skítaveður er frá Vatnsskarði og austur eftir, inn að Hofsósi í Skagafirði, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Björgunarsveitir frá Skagaströnd, Blönduósi og Varmahlíð eru farnar af stað upp á Vatnsskarð og björgunarsveit frá Hofsósi hefur sömuleiðis verið kölluð út.
Er þetta eins og er stærsta verkefni björgunarsveita Landsbjargar en Jón Þór reiknar með því að aðstoða þurfi á Vatnsskarði eitthvað fram á kvöld.
Björgunarsveitarfólk frá Borgarnesi er á leiðinni á Holtavörðuheiði þar sem ein bifreið er föst. Holtavörðuheiði var lokað fyrr í kvöld.
„Það er bara einn bíll fastur á heiðinni en margir bílar sem eru stopp út af því og komast ekki áfram,“ segir Jón Þór.
Þeir sem ætluðu sér að aka yfir Holtavörðuheiði er bennt á hjáleið um Brattabrekku og Laxárdalsheiði, þrátt fyrir líkur á versnandi akstursskilyrðum á Brattabrekku í kvöld, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.
Þá hefur veginum um Súðavíkurhlíð verið lokað vegna snjóflóðs. Hnífsdalsvegi verður lokað klukkan 22 vegna snjóflóðahættu.
Jón Þór segir að fyrr í kvöld hafi verið fastir bílar á Klettshálsi. Voru björgunarsveitir frá Reykhólum og Patreksfirði kallaðar út, og einnig hjálparsveitin Lómar, til að sinna því útkalli.
Í dag hífðu björgunarsveitir upp hest við Laugarvatn. Björgunarsveitir sinntu svipuðu útkalli í fyrradag þar sem Björgunarfélagið Árborg og Björgunarsveitin Sigurgeir aðstoðuðu bónda við að ná hrossi úr skurði á Skeiðunum.