Blint, mikill vindur og hálka

Veður | 28. desember 2024

Blint, mikill vindur og hálka

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við því að veðurskilyrði fari versnandi í Skagafirði og Húnavatnssýslum.

Blint, mikill vindur og hálka

Veður | 28. desember 2024

Holtavörðuheiðin er opin eins og er.
Holtavörðuheiðin er opin eins og er. Ljósmynd/Eyjólfur Gunnarsson

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við því að veðurskilyrði fari versnandi í Skagafirði og Húnavatnssýslum.

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við því að veðurskilyrði fari versnandi í Skagafirði og Húnavatnssýslum.

„Það er orðið mjög blint, og víða mikill vindur ásamt hálku,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Eru ökumenn beðnir um að fara sér hægt, vera ekki á ferðinni að óþörfu og fylgjast með vef Vegagerðarinnar umferdin.is. Kemur einnig fram að loka gæti þurft Holtavörðuheiði með skömmum fyrirvara.

mbl.is