Karlakórinn Heimir í Skagafirði hefur frestað árlegum áramótatónleikum á síðustu stundu vegna veðurs og ófærðar.
Karlakórinn Heimir í Skagafirði hefur frestað árlegum áramótatónleikum á síðustu stundu vegna veðurs og ófærðar.
Karlakórinn Heimir í Skagafirði hefur frestað árlegum áramótatónleikum á síðustu stundu vegna veðurs og ófærðar.
Uppselt var á tónleikana sem áttu að fara fram í Miðgarði í kvöld klukkan 20. Veður og færð hefur farið versnandi í dag og í kvöld og komast margir kórfélagar og gestir ekki leiðar sinnar. Búið er að loka Holtavörðuheiði.
Tónleikarnir verða í staðin haldnir annað kvöld á sama tíma klukkan 20 í Miðgarði.
Fjallað var um tónleikana í Morgunblaðinu í dag og rætt var við Atla Gunnar Arnórsson, formann kórsins.
Kórinn ætlar að bjóða upp á úrval sönglaga, erlendra og innlendra, en einsöng syngja Þóra Einarsdóttir sópran og Snorri Snorrason tenór, sem hefur verið í Heimi frá árinu 2020.
Þetta eru fyrstu áramótatónleikarnir undir stjórn Jóns Þorsteins Reynissonar, en hann tók við kórnum í febrúar sl. Við píanóið er Alexander Smári Edelstein, en hann kom til liðs við kórinn haustið 2023.
Bæði Alexander og Jón Þorsteinn eru búsettir á Akureyri, og koma til æfinga í Varmahlíð 1-2 kvöld í viku.
Frekari umfjöllun um tónleikana má lesa í Morgunblaðinu í dag.