Hákon eftir leik: Þetta var ótrúlegt

Mörk og tilþrif | 28. desember 2024

Hákon eftir leik: Þetta var ótrúlegt

Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson kom inn á fyrir Brentford í markalausu jafntefli gegn Brighton í gær. Þetta var fyrsti leikur Hákons í ensku úrvalsdeildinni.

Hákon eftir leik: Þetta var ótrúlegt

Mörk og tilþrif | 28. desember 2024

Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson kom inn á fyrir Brentford í markalausu jafntefli gegn Brighton í gær. Þetta var fyrsti leikur Hákons í ensku úrvalsdeildinni.

Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson kom inn á fyrir Brentford í markalausu jafntefli gegn Brighton í gær. Þetta var fyrsti leikur Hákons í ensku úrvalsdeildinni.

Aðalmarkvörður Brentford, Mark Flekken, meiddist í fyrri hálfleik og kom Hákon inn á í hans stað á 36. mínútu. Eftir leik fór Hákon í viðtal með samherja sínum Nathan Collins.

„Þetta var ótrúlegt. Það kemur alltaf á óvart að koma inn á sem varamarkmaður. Bara frábær tilfinning,“ sagði Hákon í viðtali eftir leik.

„Hann hafði ekki mikið að gera,“ sagði Collins léttur í lund eftir leik. „Nei, hann var frábær, ótrúlegur og frábær atvinnumaður,“ bætti Írinn við.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is