Kransakökubitarnir fullkomnir með kampavíninu um áramótin

Uppskriftir | 28. desember 2024

Kransakökubitarnir fullkomnir með kampavíninu um áramótin

Sigrún Sól Vigfúsdóttir gefur lesendum Matarvefsins uppskrift að girnilegum kransakökubitum með hvítri trufflu og sykruðum límónum og Panna Cotta með jarðarberjageli sem munu steinliggja í áramótaveislunni.

Kransakökubitarnir fullkomnir með kampavíninu um áramótin

Uppskriftir | 28. desember 2024

Sigrún Sól Vigfúsdóttir gefur lesendu uppskrift að girnilegum kransakökubitum með …
Sigrún Sól Vigfúsdóttir gefur lesendu uppskrift að girnilegum kransakökubitum með hvítri trufflu og sykruðum límónum og Panna Cotta með jarðarberjageli. mbl.is/Karítas

Sigrún Sól Vig­fús­dótt­ir gef­ur les­end­um Mat­ar­vefs­ins upp­skrift að girni­leg­um kran­sa­köku­bit­um með hvítri trufflu og sykruðum límón­um og Panna Cotta með jarðarberjag­eli sem munu stein­liggja í ára­móta­veisl­unni.

Sigrún Sól Vig­fús­dótt­ir gef­ur les­end­um Mat­ar­vefs­ins upp­skrift að girni­leg­um kran­sa­köku­bit­um með hvítri trufflu og sykruðum límón­um og Panna Cotta með jarðarberjag­eli sem munu stein­liggja í ára­móta­veisl­unni.

Sigrún er hæfi­leika­rík­ur bak­ari og hef­ur þegar unnið til verðlauna fyr­ir bakst­ur. Hún hlaut þriðja sætið í keppn­inni um titil­inn Brauð árs­ins árið 2025 sem fram fór í nóv­em­ber síðastliðnum og auk þess sem hún sló í gegn í Puratos-köku­keppn­inni sem hald­in var á veg­um ÓJK-ÍSAM á Stór­eld­hús­sýn­ing­unni fyrr í vet­ur. Þar hlaut hún önn­ur verðlaun fyr­ir salt­kara­mellu­köku.

mbl.is/​Karítas

Elsk­ar að læra nýja hluti og víkka sjón­deild­ar­hring­inn

Það má með sanni segja að Sigrún Sól hafi ekki hæfi­leik­ana langt að sækja en hún er bak­ari og konditor af þriðju kyn­slóðinni af bök­ur­um í Bak­ara­meist­ara­fjöl­skyld­unni. 

„Ég var að klára nám í Dan­mörku, þar sem ég út­skrifaðist bæði bak­ari og konditor. Núna vinn ég í Bak­ara­meist­ar­an­um, sem er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki. Bakst­ur og köku­gerð er eitt af mín­um upp­á­haldsáhuga­mál­um og ég hef verið í kring­um bakst­ur allt mitt líf. Ég elska að læra nýja hluti og víkka sjón­deild­ar­hring­inn þegar það kem­ur að bakstri og köku­gerð,“ seg­ir Sigrún Sól og bros­ir breitt.

Aðspurð seg­ist hún líka vera með mik­inn keppn­is­anda og hafa gam­an af því að taka þátt í bakst­ur­skeppn­um. Það haldi henni við efnið og veiti henni inn­blást­ur til að þróa nýj­ar upp­skrift­ir.

Var til að mynda und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir keppn­ina um Brauð árs­ins erfiður?

„Ég notaði mik­inn tíma í að fín­pússa og þróa upp­skrift­ina, finna réttu hlut­föll­in og réttu bragðsam­setn­ing­una. Þetta brauð er svo­lítið nostal­g­ískt fyr­ir mér og því var mik­il­vægt fyr­ir mig að gera allt rétt,“ seg­ir Sigrún Sól al­vöru­gef­in.

Hvernig mynd­ir þú lýsa brauðinu þínu?
„Ég myndi lýsa því sem hinu full­komna grill­brauði, al­gjörri bragðbombu.“

Hvernig sérðu framtíðina fyr­ir þér í bakstr­in­um?

„Í þess­ari fag­grein finnst mér maður aldrei vera bú­inn að læra, þrátt fyr­ir að hafa verið út­skrifaður sveinn þá er nóg eft­ir. Þannig framtíðin er von­andi full af nýj­um og spenn­andi hlut­um til að læra.“

Þegar kem­ur að því að ræða jóla­hefðirn­ar í bakstri seg­ist Sigrún Sól hafa lært mikið í Dan­mörku og tekið með sér siði þaðan.

Alltaf bakað kran­sa­kök­ur og kransa­bita fyr­ir ára­mót­in
„Síðastliðin fimm ár hef ég búið í Dan­mörku og þar hef ég alltaf bakað kran­sa­kök­ur og kransa­bita fyr­ir mig og mína fyr­ir ára­mót­in. Kransa­bitarn­ir sem ég var von að gera hér heima slógu ræki­lega í gegn hjá vin­um um ára­mót­in síðustu 5 árin. Hefðin er að fá sér kran­sa­köku og eitt glas af kampa­víni í Dan­mörku þegar nýtt ár hef­ur verið slegið inn.

Eru ís­lensk­ar bakst­urs­hefðir í há­veg­um hafðar þegar jól­in eru ann­ars veg­ar hjá þér og þínum?

„Já, al­gjör­lega. Síðan ég man eft­ir mér hef ég bakað smá­kök­ur og annað góðgæti fyr­ir jól­in. Sör­ur hafa alltaf verið í miklu upp­á­haldi, pip­ar­kök­ur, heima­gerður ís og annað góðgæti. Önnur hefð hjá fjöl­skyld­unni er að bjóða upp á snitt­ur og heima­gert heitt súkkulaði á jóla­dags­morg­un.“

Hef­ur þú gam­an af því að blanda sam­an ólík­um hefðum eins og vera með þjóðleg­ar smá­kök­ur í bland við ís­lensku kök­urn­ar?

„Hefðirn­ar hjá mér yfir hátíðirn­ar hafa breyst mikið í gegn­um árin vegna þess að ég hef búið er­lend­is. Þar kynnt­ist ég mörg­um nýj­um hefðum í gegn­um vini og vanda­menn sem ég hef svo blandað sam­an við mín­ar eig­in. Það hef­ur verið mjög gam­an að læra nýj­ar þjóðleg­ar hefðir frá mis­mun­andi fólki.“

Er eitt­hvað sem þér finnst ómiss­andi að baka fyr­ir ára­mót­in?

„Mér finnst ómiss­andi að baka kransa­bita og kran­sa­köku fyr­ir ára­mót­in. Einnig finnst mér al­gjör­lega ómiss­andi að hafa góðan eft­ir­rétt og heima­gerðan ís á ára­móta­borðinu.

Mig lang­ar að gefa les­end­um upp­skrift­ir að tveim­ur vin­sæl­ustu eft­ir­rétt­un­um á mínu heim­ili sem við ger­um fyr­ir ára­mót­in. Það eru kransa­bit­ar með smá sætu og smá súru. Þeir eru full­komn­ir með kampa­vín­inu á miðnætti. Panna Cotta sem er ít­alsk­ur eft­ir­rétt­ur sem þýðist sem soðinn rjómi með fersku jarðarberjag­eli. Stein­ligg­ur í ára­mótagleðinni með freyðandi drykkj­um,“ seg­ir Sigrún Sól og bros­ir.

mbl.is/​Karítas

Kransa­bit­ar með hvítri trufflu og sykruðum límón­um

Kran­samassi

  • 1 kg Kran­samassi XX
  • 400 g syk­ur
  • 230 g eggja­hvíta

Aðferð:

  1. Allt bland­ast sam­an og sett inn á kæli til næsta dags.
  2. Sprautað er út á bök­un­ar­plötu í þeirri stærð sem maður vill.
  3. Bakað við 210°C í um það bil 10-15 mín­út­ur (fer eft­ir stærð bitans).

Hvít­ur trufflu­massi

  • 250 g rjómi 200 g hvítt súkkulaði
  • ½ vanillu­stöng

Aðferð:

  1. Sjóðið rjómann og vanill­una sam­an.
  2. Hellið yfir fín­hakkað hvítt súkkulaði og látið liggja í 2-4 mín­út­ur.
  3. Hrærið svo súkkulaðinu vel sam­an við rjómann.
  4. Sett inn á kæli til næsta dags.
  5. Bland­an er svo pískuð upp, næsta dag.

Sykruð límóna

  • 15 g límónu­börk­ur
  • 15 g syk­ur
  • Nokkr­ir drop­ar af límónu

Aðferð:

  1. Blandið allt vel sam­an og setið ofan á bit­ana í lok­in.
mbl.is/​Karítas

Panna Cotta með jarðarberjag­eli
Fyr­ir 4/ 4 glös

  • 1000 g rjómi
  • 100 g syk­ur
  • 2 stk. vanillustang­ir
  • 6 stk. mat­ar­líms­blöð

Aðferð:

  1. Leggið mat­ar­límið í bleyti í kalt vatn.
  2. Setjið rjóma, syk­ur og vanillu­stöng í pott og sjóðið þar til komið er upp að suðu.
  3. Þegar rjóm­inn er kom­inn að suðu látið þá mat­ar­límið út í.
  4. Látið rjómann kólna vel niður og hrærið reglu­lega í hon­um.
  5. Hellið síðan í glas og setjið í kæli.

Jarðarberjag­el

  • 600 g fros­in jarðarber.
  • 150 g syk­ur
  • 225 g vatn
  • 30 g sítr­ónusafi
  • 4 stk. mat­ar­líms­blöð

Aðferð:

  1. Setjið mat­ar­límið í bleyti og í kalt vatn.
  2. Setjið jarðarber, syk­ur, vatn og sítr­ónusafa í pott og hitið upp að suðu.
  3. Þegar jarðarberja­bland­an er byrjuð að sjóða, sigtið hana þá svo þið fáið aðeins saf­ann.
  4. Síðan getið þið tekið mat­ar­límið úr bleyti og bætt því sam­an við.
  5. Þegar Panna Cottað er búið að setja sig, bætið þá við jarðarberjag­el­inu og setjið það síðan í kæli.
  6. Takið úr kæli og berið fram rétt fyr­ir notk­un.
  7. Skreytið að vild.

 

mbl.is