„Sliving“ orð ársins í Vesturbyggð

Poppkúltúr | 28. desember 2024

„Sliving“ orð ársins í Vesturbyggð

Slanguryrðið sliving er orð ársins í Vesturbyggð þetta árið. Alls var valið á milli 10 tillagna en sliving fékk meirihluta atkvæða eða 43%.

„Sliving“ orð ársins í Vesturbyggð

Poppkúltúr | 28. desember 2024

Valið er fyrst og fremst gert til gamans.
Valið er fyrst og fremst gert til gamans. mbl.is/Sigurður Bogi

Slanguryrðið sliving er orð ársins í Vesturbyggð þetta árið. Alls var valið á milli 10 tillagna en sliving fékk meirihluta atkvæða eða 43%.

Slanguryrðið sliving er orð ársins í Vesturbyggð þetta árið. Alls var valið á milli 10 tillagna en sliving fékk meirihluta atkvæða eða 43%.

Alls tóku 214 manns þátt í kosningunni. 

Ekki er til bein þýðing á orðinu en á vef Vesturbyggðar segir að sliving sé slangur sem sé notað í jákvæðri merkingu og er samsett úr orðunum „slay“ og „living.“

Orðið kemur úr smíðum raunveruleikastjörnunnar Paris Hilton sem lýsir því að sá sem er sliving sé að njóta lífsins og skara fram úr á öllum sviðum.

Orðið kemur úr smíðum Paris Hilton.
Orðið kemur úr smíðum Paris Hilton. AFP/Michael Tran

„Alltaf sliving á Vestfjörðum“

„Í tillögum sem bárust sagði í rökstuðningi annars vegar „Maður er bara alltaf sliving á Vestfjörðum“ og hins vegar „Með nýju sameinuðu sveitarfélagi kemur helst upp í hugann sliving“,“ segir á vef Vesturbyggðar. 

Eins og fyrr segir stóð valið á milli 10 orða. Dæmi um orð sem voru tilnefnd voru: Innviðir, jarðgöng, kosningar, kraftur, samgöngur og slanguryrðið Rizz.  

mbl.is