Vindátt verður breytileg í dag. Gera má ráð fyrir sjónkomu og verður frost 2 til 8 stig.
Vindátt verður breytileg í dag. Gera má ráð fyrir sjónkomu og verður frost 2 til 8 stig.
Vindátt verður breytileg í dag. Gera má ráð fyrir sjónkomu og verður frost 2 til 8 stig.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
„Í dag keppast smálægðir um að stýra veðrinu hjá okkur. Sú sem haldið hefur að okkur suðvestanáttinni með éljum á vestari helmingi landsins færist suður og svo í austur fyrir sunnan land og önnur sem verður á Húnaflóa fram eftir degi en eyðist svo. Vindáttin verður því breytileg, yfirleitt ekki hvass vindur og snjókoma með köflum, en þó mun eitthvað blása norðvestantil og allra syðst á landinu. Undir kvöld verður vindur orðinn norðlægur, víða 8-15 m/s í kvöld og él, en styttir upp sunnan heiða,“ segir í hugleiðingunum.
Þá segir að á morgun verði áframhaldandi norðlæg átt. Það dragi bæði úr vindi og ofankomu og herðir talsvert á frosti. Um kvöldið sé útlit fyrir að það fari að snjóa vestantil á landinu, einkum þó við Breiðafjörð og Vestfirði.