Vill frekar sjá Arnar prófa sig áfram í Evrópu

Dagmál | 28. desember 2024

Vill frekar sjá Arnar prófa sig áfram í Evrópu

Arnar, sem er 51 árs gamall, er einn þeirra þriggja sem kemur til greina sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins en hann var nálægt því að taka við sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping á síðasta ári.

Vill frekar sjá Arnar prófa sig áfram í Evrópu

Dagmál | 28. desember 2024

Arnar, sem er 51 árs gamall, er einn þeirra þriggja sem kemur til greina sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins en hann var nálægt því að taka við sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping á síðasta ári.

„Ég væri alveg til í að sjá Arnar taka við landsliðinu, upp á landsliðið að gera,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþrótta­blaðamaður á mbl.is og Morg­un­blaðinu, í íþrótta­upp­gjöri Dag­mála þegar rætt var um Víking úr Reykjavík og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara liðsins.

Arnar, sem er 51 árs gamall, er einn þeirra þriggja sem kemur til greina sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins en hann var nálægt því að taka við sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping á síðasta ári.

Freyr hefur rutt brautina

„Mig langar samt eiginlega meira að sjá hann prófa sig áfram einhversstaðar í Evrópu,“ sagði Aron Elvar.

„Freyr [Alexandersson] hefur aðeins rutt brautina og hann hefur sýnt og sannað að þetta er vel gerlegt.

Það er möguleiki fyrir íslenska þjálfara að ná árangri erlendis, þó það hafi ekki margir þjálfarar gert það,“ sagði Aron Elvar meðal annars.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is