Gerða Jónsdóttir íþróttafræðingur, þjálfari og stofnandi vörumerkisins INSHAPE hannaði æfingakerfi sem einblínir á konur. Ásamt því heldur hún heilsuviðburði en nýjasta viðbótin eru lúxusheilsuferðir út fyrir landsteinana.
Gerða Jónsdóttir íþróttafræðingur, þjálfari og stofnandi vörumerkisins INSHAPE hannaði æfingakerfi sem einblínir á konur. Ásamt því heldur hún heilsuviðburði en nýjasta viðbótin eru lúxusheilsuferðir út fyrir landsteinana.
Gerða Jónsdóttir íþróttafræðingur, þjálfari og stofnandi vörumerkisins INSHAPE hannaði æfingakerfi sem einblínir á konur. Ásamt því heldur hún heilsuviðburði en nýjasta viðbótin eru lúxusheilsuferðir út fyrir landsteinana.
Hvað stóð upp úr á árinu?
„Mín fyrsta INSHAPE lúxus-heilsuferð til Madeira. Sú ferð heppnaðist vonum framar enda dásamlegar konur sem komu með og þvílíkur lærdómur sem ég dró af því að stökkva í djúpu laugina,“ segir Gerða.
„Ég byrjaði að þjálfa á nýjum stað sem er mikill lúxus og gefur gott í hjartað að geta boðið kúnnum sínum upp á. Nýi staðurinn er í kjallara Hótel Íslands í Ármúlanum og þar er hægt að nýta sér heitan og kaldan pott, líkamsræktaraðstöðu, sauna, infrared-klefa og hvorki meira né minna en flotlaug. Mjög hlýlegur og nærandi staður til að rækta líkama og sál.“
Hún er stoltust af því að hafa fylgt hjartanu og farið eftir innsæinu. „Ég hugsa ekki um hvað öðrum finnst eða hvað aðrir hafa um það að segja. Ég leyfi mér að prófa mig áfram í alls konar vitleysu sem skilar sér endilega ekki alltaf en ég læri þó alltaf eitthvað í leiðinni sem er mjög dýrmætt. Ég hef farið mínar eigin leiðir þegar kemur að markaðssetningu INSHAPE og þegar kemur að því að hanna æfingakerfi sem heldur ástríðunni gangandi og minni mig reglulega á það að ég viti fyrir hvað ég stend fyrir.
Ég veit hvað ég hef lagt mikið á mig svo það er algjör óþarfi að þurfa að vera í einhverju boxi. Annars er ég stolt af svo mörgu, börnunum mínum, fjölskyldu, vinum og því umhverfi sem ég hef skapað mér.“
Er eitthvað sem þú vilt gera betur á næsta ári?
„Ég ætla ekkert endilega að gera neitt betur á næsta ári eða mér finnst skrýtið að líta á það þannig. Frekar ætla ég að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt því það er það sem gefur mér mest. Hef engan tíma til að einblína á það sem er búið heldur bara að halda áfram að búa til nýjar minningar og skapa ný ævintýri.
Hvernig leggst nýja árið í þig?
„Nýja árið leggst rosalega vel í mig. Það markar alltaf eins konar nýtt upphaf þar sem nýir og spennandi hlutir gerast. Lít á nýtt ár eins og óskrifaðan kafla í bók þar sem ég hef endalausar blaðsíður þar sem ég má láta hugmyndaflugið ráða og skrifa og skapa allt sem mig langar til og dreymir um.“
Gerða ætlar að hefja nýja árið með fjölskyldunni í sólinni og fylla á d-vítamíntankinn eins og hún orðar það. Hún er ekkert sérstaklega hrifin af nýrri „tísku“ þegar kemur að æfingum heldur mælir með að fólk prófi sig áfram.
Sem dæmi um það er að síðasta ár var mikil áhersla lögð á að æfa í heitum sal en það er eitthvað sem hentar alls ekki öllum og það er líka í góði lagi. Það líður ekki öllum vel að æfa í miklum hita sem er skiljanlegt þar,“ útskýrir hún. Ég hef verið að prófa mig áfram með að sleppa hitanum og það hefur verið að koma mjög vel út þó ég leyfi mér að hita salinn aðeins við og við. Fólk nýtir sér svo bara saunurnar ef það vill eitthvað extra.
Ertu með ráð fyrir þann sem ætlar að taka sig í gegn á nýju ári?
„Í guðanna bænum ekki beina athyglinni bara á að léttast. Hugsaðu líka um alla aðra ávinningana sem fylgja því að hreyfa sig, koma í veg fyrir sjúkdóma, kvíða, þunglyndi og svo lengi mætti telja. Leyfðu þér að breyta um hreyfingu ef þér þykir ekki skemmtilegt, það er til eitthvað fyrir alla. Byrjaðu rólega og hugsaðu einn dag í einu og ekki vera með svipuna ef það gengur ekki allt upp strax, það kemur nýr dagur og ný tækifæri.“